Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands

Sérfræðingur í gagnaþróun

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða metnaðarfullan og þjónustulundaðan einstakling í starf sérfræðings í deild þróunar á sviði upplýsingatækni.

Sviðið sér um þróun, rekstur og viðhald á tölvukerfum, gagnaumhverfi og hugbúnaði bankans. Deildin samanstendur af teymum hugbúnaðarsérfræðinga, sérfræðinga í gagnasamþættingu og tæknistjórum þróunarinnviða (DevOps). Teymin sjá um þróun, viðhald og uppfærslur á hugbúnaðarlausnum og gangainnviðum bankans t.d. innlestrar- og auðgunarferli og gagnavöruhús.

Helstu verkefni og ábyrgð

Uppbygging, samþætting og viðhald á gagnaumhverfi bankans

Þróun og viðhald á gagnagrunnum, ETL ferlum, gagnaskilum og gagnaprófunum

Þróun gagnainnviða og vöruhúss fyrir tölfræðivinnslu

Verkefni tengd þarfagreiningu og hönnun á gagnamódelum

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi

Þekking og reynsla á SQL og gagnagrunnsforritun

Þekking og reynsla á ETL ferlum

Þekking á SDMX, XML og/eða XBRL er kostur

Þekking á C#, Python og/eða R er kostur

Þekking á skýjalausnum (t.d. Azure data solutions) er kostur

Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti

Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að starfa sjálfstætt og í hóp

Frumkvæði, skapandi hugsun, jákvæðni og metnaður í starfi

Auglýsing birt7. október 2024
Umsóknarfrestur18. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar