PwC
PwC
PwC

Sérfræðingur í gagnasöfnum og greiningum

Við leitum að áhugasömum og drífandi sérfræðingi til að styrkja enn frekar teymi okkar í Reykjavík. Ef þú hefur reynslu af að vinna með stór gagnasöfn og nýjar lausnir, og hefur brennandi áhuga á tækninýjungum, þá gæti þetta verið frábært tækifæri fyrir þig.

Nýr sérfræðingur í gagnasöfnum og greiningum mun bæði vinna með viðskiptavinum PwC en einnig vinna sem sérfræðingur í innri verkefnum. Helstu verkefni snúa að vinnslu með stór gagnasöfn fyrir viðskiptavini PwC, hönnun og þróun líkana til að nýta gögn til betri ákvarðanatöku, vinna með SQL gagnagrunna og bæta endurskoðunargögn með hliðsjón af vinnu með gagnasöfn. Einnig mun nýr sérfræðingur vinna við hönnun á PowerBI skýrslum fyrir innri upplýsingagjöf, ásamt aðstoð við notkun PowerBI hjá viðskiptavinum PwC.

Nú eru spennandi tímar hjá PwC því verið að innleiða nýja gervigreindarlausnir sem nýta á við endurskoðun og aðra ráðgjöf í sérfræðivinnu PwC. Nýr sérfræðingur mun koma að innleiðingunni á þessum lausnum.

PwC leggur áherslu á faglega uppbyggingu, þátttöku í námskeiðum og sérhæfingu starfsfólks. Sem partur af teymi sérfræðinga færðu aðgang að alþjóðlegu fagefni PwC og sérfræðihópum sem og tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegum fræði- og umræðuhópum innan PwC samstarfsnetsins. Vinnutíminn er sveigjanlegur og við leggjum áherslu á að vera fjölskylduvænn vinnustaður.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna með stór gagnasöfn, þar á meðal úrvinnsla, greining og meðhöndlun við endurskoðun.

  • Þróun og útfærsla á kerfum sem nýta gögn til að bæta endurskoðunarferla.

  • Hönnun og þróun líkana og spáforrita sem nýta gögn til betri ákvarðanatöku.

  • Vinna með SQL gagnagrunna við greiningar. 

  • Aðkoma að innleiðingu nýrra gervigreindarlausna fyrir endurskoðun og ráðgjöf.

  • Hönnun og framleiðsla á PowerBI skýrslum.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tölvunarfræði, kerfisfræði, viðskiptafræði eða verkfræði.
  • Viðeigandi starfsreynsla á sviði gagnagreiningar.
  • Þekking á þróun kerfa og vinnslu stórra gagnasafna.
  • Áralöng reynsla í PowerBI og nýtingu þess til gagnagreiningar.
  • Sterk SQL þekking og hæfni í að vinna með gagnagrunna.
  • Reynsla og áhugi á þróun nýrra lausna sem stuðla að framförum í endurskoðun.
  • Hæfni til að búa til líkön og nýta þau við ákvarðanatöku í tengslum við endurskoðun og önnur verkefni.
  • Góð samstarfsvilji og geta til að vinna í fjölbreyttum og hraðfara verkefnum.
  • Skilningur á nýjum lausnum og hvernig þær geta aukið árangur í endurskoðun og öðrum verkefnum.
  • Áhugi á endurskoðun og fyrirtækjarekstri.
  • Skipulagshæfni.
  • Hæfni til að vinna í hóp.
  • Samviskusemi, nákvæmni í vinnubrögðum og áhugi á framþróun.
  • Jákvæðni, frumkvæði og sterk samskiptahæfni.
Starfsþróun
  • Allir nýir starfsmenn PwC fá úthlutaðan mentor sem veitir þeim sérstaka handleiðslu fyrstu mánuðina í starfi.

  • Mánaðarleg snerpusamtöl milli yfirmanns og starfsmanna

  • Árleg frammistöðusamtöl og markmiðasetning

Starfsumhverfið

Hjá PwC starfar fjölbreyttur hópur um 120 sérfræðinga. Vinnutíminn er sveigjanlegur og boðið er upp á hlutastarf með námi. Við leggjum áherslu á að vera fjölskylduvænn vinnustaður. Glæsilegt mötuneyti og búningsaðstaða er í húsinu, sem og hugleiðslu- og afþreyingarherbergi fyrir starfsfólk PwC.

Mikið er lagt upp úr heilsueflingu starfsfólks, en til staðar er heilsuráð þar sem starfsfólk tekur þátt í ýmsum átökum til þess að styðja undir heilsurækt.

Starfsmönnum gefst kostur á að nýta sér alhliða heilsuræktarstyrk árlega, sem og mánaðarlegan samgöngustyrk fyrir þau sem labba, hjóla eða nýta sér almenningssamgöngur í vinnuna.

PwC leggur áherslu á faglega uppbyggingu, þátttöku í námskeiðum og sérhæfingu starfsfólks. Sem partur af teymi sérfræðinga færðu aðgang að alþjóðlegu fagefni og sérfræðihópum sem og tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegum fræði- og umræðuhópum innan PwC samstarfsnetsins.

Viltu vita meira?

Nánari upplýsingar veitir Katrín Ingibergsdóttir, mannauðsstjóri, á netfangið mannaudur@pwc.com.

Tekið er á móti umsóknum á vef okkar www.pwc.is/storf til og með 11. desember nk.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.

Öll kyn eru hvött til að sækja um.

Um PwC

PwC er framsækið og traust fyrirtæki á sviði endurskoðunar, reikningsskila, fyrirtækjaráðgjafar og skatta- og lögfræðiráðgjafar. PwC sem er eitt stærsta endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtæki í heiminum. PwC leggur áherslu á faglega uppbyggingu, þátttöku í námskeiðum og sérhæfingu starfsfólks.

Auglýsing birt28. nóvember 2024
Umsóknarfrestur11. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.GervigreindPathCreated with Sketch.Power BIPathCreated with Sketch.SQLPathCreated with Sketch.TölvunarfræðingurPathCreated with Sketch.Viðskiptafræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar