

Sérfræðingur í gagnagreiningu og þróun
Við leitum að öflugum sérfræðingi í fjármálagreiningu og gagnavinnslu sem hefur reynslu af Power BI og áhuga á þróun Microsoft Field Service lausna.
Starfið felst í þróun skýrslugerðar og sjálfvirkra greininga, auk þess að vera ábyrgur fyrir rekstri og þróun Field Service kerfisins í samstarfi við önnur teymi.
-
Uppsetning og viðhald Power BI skýrslugerðar
-
Þróun á gagnasöfnum, sjálfvirkum mælaborðum og stjórntölum
-
Rekstur og þróun Field Service kerfis
-
Greining og framsetning fjármálaupplýsinga
-
Samstarf við aðrar deildir og verkefnastýring
- Uppsetning og viðhald Power BI skýrslugerðar
- Reynsla í Power BI og gagnagreiningu
-
Yfirgripsmikil þekking á Microsoft umhverfinu
-
Þekking á forritun (DAX, SQL o.fl.) er kostur
- Sjálfstæð vinnubrögð og góð greiningarhæfni
Um Daga
Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga okkar nær allt aftur til ársins 1980. Við höfum einsett okkur að vera í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón og vinnustaðalausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Hjá Dögum starfa um 750 manns víðsvegar um landið af ýmsum þjóðernum. Starfsumhverfi Daga er fjölbreytt, virk þátttaka og helgun starfsfólks er lykillinn að velgengni okkar. Árangur okkar er drifinn áfram af metnaði og knýjandi þörf fyrir að leita sífellt leiða til að gera betur.
Við leggjum mikla áherslu á þjálfun og fræðslu starfsfólks þar sem þjónusta okkar byggir á árangursmiðuðum gæðaferlum, eins og INSTA 800 gæðakerfinu. Þar að auki bjóðum við reglulega upp á fjölda námskeiða sem hjálpa starfsfólki okkar í lífi og starfi.

