Orkuveitan
Orkuveitan styður vaxandi samfélög, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.
Hjá Orkuveitunni leggjum við áherslu á að vinna með fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem býr yfir eða hefur vilja til að byggja upp þá hæfni sem hentar verkefnum hverju sinni. Við tökum forystu í verkefnum og hjá okkur ríkir jákvæður starfsandi.
Við tryggjum góðan aðbúnað, sveigjanleika og sköpum starfsfólki aðstæður til að samræma kröfur vinnu og annarra þátta lífsins. Við nýtum okkur tækni í starfsumhverfi og starfsfólk nýtur jafnréttis.
Saman erum við lipur, lærdómsfús og óhrædd að prófa nýja hluti til að skapa eftirtektarverðar lausnir og ná hámarks árangri fyrir viðskiptavini og samfélagið.
Sérfræðingur í gæðamálum og ferlastjórnun
Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og umbótasinnuðum einstaklingi með brennandi áhuga á gæðamálum og ferlum til að ganga til liðs við teymi stefnumiðaðrar menningar hjá Orkuveitunni. Viðkomandi mun gegna lykilhlutverki í að tryggja að ferlar okkar séu skilvirkir og snjallir og að unnið sé samkvæmt nýjustu kröfum í gæðastöðlum hjá Orkuveitunni og dótturfyrirtækjum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með gæðastjórnun, þar á meðal mótun og viðhaldi á ferlum, verklagsreglum og leiðbeiningum hjá Orkuveitunni og dótturfyrirtækjum.
- Skipulagning, innleiðing og vöktun árangurs stjórnunarþátta samkvæmt vottuðum stjórnunarkerfum.
- Endurbætur á hönnun, þróun og innleiðingu gæðakerfa og ferla sem stuðla að aukinni skilvirkni og gæðum í starfsemi Orkuveitunnar.
- Undirbúningur og skipulagning innri úttekta til að tryggja að staðlar séu uppfylltir.
- Greining gagna og ferla til að bera kennsl á tækifæri til umbóta.
- Þjálfun og fræðsla starfsfólks í tengslum við nýja ferla og gæðakerfi.
- Samstarf við innri og ytri aðila til að tryggja samræmi og árangursríka nýtingu verkferla.
- Þróun og viðhald mælaborða og annarra upplýsingakerfa til að fylgjast með frammistöðu og gæðum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólagráða í verkfræði, viðskiptafræði, upplýsingatækni eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af gæðastjórnun og ferlaumbótum, helst í tengslum við stafrænar lausnir.
- Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymi.
- Framúrskarandi samskiptafærni og hæfni til að miðla flóknum upplýsingum á einfaldan hátt.
- Umbótamiðuð hugsun, framsýni og geta til að hugsa út fyrir boxið.
- Reynsla af Agile aðferðafræði er kostur.
Auglýsing birt28. ágúst 2024
Umsóknarfrestur15. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaMjög góð
EnskaMjög góð
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Backend Software Developer
Aftra
Eftirlitsmaður
Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar ehf. (VBV)
Customer Engineering Services - Project Manager Aquaculture
Linde Gas
Application Sales Engineer Aquaculture
Linde Gas
Verkefnastjóri nýframkvæmda fasteigna og mannvirkja
Akureyri
Verkefnastjóri viðhalds gatna og stíga
Akureyri
Vaktmaður í stjórnstöð vatns og virkjana
Veitur
Viltu leiða verkefni sem tryggir verndun vatns á Íslandi?
Umhverfisstofnun
Sérfræðingur í stafrænni þróun flutningskerfis raforku
Landsnet hf.
Fjármálastjórnun og fl 50% starf
Fjárfestingar
Menntasvið leitar að leiðtoga frístundadeildar
Kópavogsbær
Innkaupa- og samningastjóri
Samherji Fiskeldi