Icelandair
Icelandair
Icelandair

Sérfræðingur í framleiðslu pakkaferða

Icelandair Packages stækkar teymið sitt og óskar eftir að ráða öflugan einstakling sem hefur áhuga á fjölbreyttu og krefjandi starfi við framleiðslu og rekstur pakkaferða.

Icelandair Packages ber ábyrgð á skipulagningu og rekstri pakkaferða Icelandair til og frá Íslandi undir merkjum Icelandair Holidays og Icelandair VITA. Icelandair Packages gerir viðskiptavinum kleift að kaupa flug, hótel, fjölbreytta þjónustu og allan pakkann á einum stað hjá Icelandair. Teymið starfar í nánu samstarfi við sölu- og markaðsdeild.

Sérfræðingur í framleiðslu kemur til með að halda utan um framleiðslu og rekstur sérferða og siglinga fyrir heimamarkað, í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga teymisins.

Við leitum eftir metnaðarfullum teymismeðlim sem elskar að veita góða þjónustu, nýtur þess að vinna í teymi, hefur góða skipulagshæfileika og sýnir frumkvæði í starfi.

Ábyrgðarsvið:

  • Framleiðsla, skipulagning, rekstur og úrvinnsla pakkaferða.
  • Uppsetning í bókunarkerfi og utanumhald.
  • Innkaup og samskipti við birgja.

Hæfni og menntun:

  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Góð almenn tölvuþekking er nauðsynleg.
  • Yfirgripsmikil þekking á ferðum og siglingum er kostur.
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Kunnátta á Amadeus og bókunarkerfum er kostur.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og nákvæmni.
  • Hugmyndaríki og lausnamiðað hugarfar.

Stefna Icelandair er að stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika á meðal starfsfólks og hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2024. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.

Auglýsing birt11. febrúar 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Reykjavíkurflugvöllur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar