
Sérfræðingur í framkvæmdaeftirliti
VSB verkfræðistofa óska eftir áhugasömum, sjálfstæðum og drífandi tækni- eða verkfræðingi í starf sérfræðings í framkvæmdaeftirliti. Áhersla er lögð á þekkingu og reynslu á sviði gatna- og vegagerðar, veituframkvæmda og brúarsmíði.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Framkvæmdaeftirlit
- Almenn ráðgjöf á sviði framkvæmda
- Kostnaðargát og magntaka
- Verkefnastjórnun
- Samskipti við samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Byggingatækni- eða byggingaverkfræðingur
- Iðnmenntun er kostur
- Framúrskarandi þjónustulund
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Sveigjanlegur vinnutími og fjarvinnustefna
- Sími og símareikningur greiddur af VSB
- Íþróttastyrkur
Um VSB
VSB er fjölhæf verkfræðistofa á sviði skipulags, hönnunar og framkvæmda sem veitir viðskiptavinum ráðgjöf þar sem hagkvæmni, fagmennska og áreiðanleiki eru lykilatriði. Starfið tilheyrir framkvæmdasviði VSB, þar starfa í dag 8 manns. VSB hefur aðsetur að Bæjarhrauni 20 í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu VSB www.vsb.is.
Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veita Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) og Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]) í síma 511 1225.













