Akademias
Akademias
Akademias

Sérfræðingur í fræðsluráðgjöf vinnustaða

Langar þig að taka þátt í að hjálpa mörgum af framsæknustu vinnustöðum Íslands að ná árangri með rafrænni fræðslu?

Akademias leitar að öflugum aðila í fræðsluráðgjafateymi. Fræðsluráðgjafar starfa sem framlenging á fræðslustjórum vinnustaða. Þeir hjálpa viðskiptavinum Akademias að greina fræðsluþarfir fyrirtækisins, skipuleggja fræðsluáætlun, innleiða námsefni í kennslukerfi og veita þeim eftirfylgni svo hámarks árangur náist.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stefnumótun og þróun á sviði fræðslumála
  • Þarfagreining og mat á fræðsluþörf
  • Aðstoð við gerð og eftirfylgni með fræðsluáætlunum
  • Utanumhald og þróun á rafrænni fræðslu
  • Önnur tilfallandi verkefni er snúa að ræfrænni fræðslu vinnustaða
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og geta til að hrífa fólk með sér
  • Frumkvæði  í starfi, metnaður til að ná árangri og vilji til þess að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum
  • Góð tölvukunnátta
  • Reynsla í mannauðs- og fræðslumálum er kostur
  • Reynsla í notkun kennslukerfa á borð við Eloomi, Learncove eða Relesys
Fríðindi í starfi

Akademias býður upp á sveigjanlegt, fjölbreytt og metnaðarfullt vinnuumhverfi þar sem hægt er að hafa áhrif og leiða verkefni með sýnilegum árangri. Hjá Akademias starfa 17 manns sem starfa öll undir þeim formerkjum að hjálpa vinnustöðum að ná árangri með rafrænum fræðslulausnum.

Auglýsing birt30. júlí 2024
Umsóknarfrestur23. ágúst 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Borgartún 23, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar