HS Orka
HS Orka
HS Orka

Sérfræðingur í forðafræði jarðhita

Auðlindastýring HS Orku leitar að öflugum sérfræðingi í þá vegferð að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlindanna, sem fyrirtækinu hefur verið treyst fyrir. Um er að ræða starf sérfræðings í forðafræði jarðhita, en það felur meðal annars í sér greiningu á viðbragði jarðhitakerfa við vinnslu og niðurdælingu.
Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir hæfni í úrvinnslu og túlkun gagna ásamt þekkingu á líkanreikningum. Því til viðbótar þarf viðkomandi að geta greint frá niðurstöðum sínum á skýran hátt í ræðu og riti, hvort sem er á íslensku eða ensku.

Helstu verkefni og ábyrgð

·        Ráðgjöf varðandi tilhögun vinnslu og niðurdælingar í jarðhitakerfum

·        Greining og túlkun mæliniðurstaðna og annarra gagna

·        Þróun forðafræðilegra reiknilíkana

·        Forritun við líkangerð og gagnaúrvinnslu

·        Kynning á niðurstöðum greininga í ræðu og riti, bæði innan fyrirtækisins og til hagsmunaaðila

·        Verkefnastjórnun

Menntunar- og hæfniskröfur

·        Menntun sem nýtist í starfi, til dæmis jarðeðlisfræði-, náttúrufræði- eða verkfræðimenntun

·        Færni í forritun, s.s. í Python og SQL

·        Þekking á líkanreikningum fyrir jarðhitakerfi (t.d. TOUGH2/iTOUGH2) 

·        Mikil færni í greiningu og framsetningu mæligagna og annarra tölulegra upplýsinga

·        Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, jafnt í ræðu sem riti

Auglýsing stofnuð13. febrúar 2024
Umsóknarfrestur27. febrúar 2024
Starfstegund
Staðsetning
Orkubraut 1, 240 Grindavík
Turninn Kópavogi
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.PythonPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkýrslurPathCreated with Sketch.SQLPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar