Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Sérfræðingur í byggingamálum á Húsnæðissviði

Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem ber ábyrgð á fjölbreyttum málaflokkum á sviði húsnæðismála, fasteignamarkaði og mannvirkjamála?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leitar að metnaðarfullum byggingafróðum sérfræðingi sem þrífst vel í umhverfi árangurs, framþróunar, góðra samskipta og skilvirkrar þjónustu.

Húsnæðissvið er öflugt svið hjá HMS sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum á sviði húsnæðismála sem m.a. fela í sér að meta stöðu íbúðauppbyggingar í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum ásamt því að setja fram áætlun um hvernig sveitarfélög ætla að mæta húsnæðisþörf heimila, bæði til skemmri og lengri tíma. Auk þess að aðstoða einstaklinga og lögaðila með því að fjármagna ný heimili með stofnframlögum og lánveitingum í samræmi við metna þörf.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mat sem snýr að byggingafræðilegum þáttum vegna úrvinnslu erinda tengd stofnframlögum og lánveitingum.
  • Aðkoma að eftirliti með verkefnum lántaka og stofnframlagshafa.
  •  Kostnaðargreining byggingaframkvæmda og mat á fjárþörf verkefna vegna lánveitinga.
  • Þátttaka framvinduskoðunum íbúða í byggingu og greiningu á stöðu og horfum á byggingamarkaði.
  • Samskipti við hagaðila sviðsins helst vegna útlána, stofnframlaga og byggingaframkvæmda. 
  • Utanumhald og samantekt tölfræðiupplýsinga um málefni sviðsins.
  • Þátttaka í þróun á vinnuferlum og kerfum tengdum daglegum verkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  •  Menntun sem nýtist í starfi eða löng starfsreynsla.
  •  Þekking á sviði byggingamála.
  • Þekking og hæfni til að nýta upplýsingakerfi sem starfinu tengjast.
  •  Reynsla og þekking á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur.
  •  Greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga.
  • Frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og góðir skipulagshæfileikar.
  • Mikil færni í mannlegum samskiptum og hæfileikar til samstarfs.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.
Auglýsing birt6. september 2024
Umsóknarfrestur19. september 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar