Hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun

Sérfræðingur í áhrifum súrnunar sjávar á vistkerfi sjávar

Hafrannsóknastofnun leitar að metnaðarfullum einstakling í tímabundna sérfræðistöðu til 2 ára. Starfið felur í sér þátttöku í fjölbreyttum rannsóknum á áhrifum súrnunar sjávar og loftslagsbreytinga á lífríki hafsins og vistkerfi þess. Starfið felur einnig í sér aðkomu að vinnu við ráðgjöf og miðlun vísindalegra upplýsinga á aðgengilegan máta. Síðari hluta árs 2025 verður mótuð stefna í rannsóknum á súrnun sjávar og munu áherslur í starfinu taka mið af þeirri stefnu.

Frekari upplýsingar um starfið má finna í auglýsingu á vefsíðu ResearchGate: EXPERT ON THE EFFECTS OF OCEAN ACIDIFICATION ON MARINE ECOSYSTEMS at Marine and Freshwater Research Institute in Hafnarfjörður, ICELAND

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiða og taka þátt í fjölbreyttum rannsóknarverkefnum með það að markmiði að auka þekkingu á áhrifum loftslagsbreytinga og súrnunar sjávar.
  • Greina göt í þekkingu og þróa ný verkefni.
  • Skrifa umsóknir til innlendra og alþjóðlegra styrktaraðila.
  • Þátttaka í alþjóðlegu og innlendu samstarfi.
  • Leiðbeina og/eða styðja við framhaldsnemendur, nýdoktora og aðra vísindamenn.
  • Birting vísindalegra niðurstaðna í vísindatímaritum, skýrslum og kynningum.
  • Þátttaka í vinnu við ráðgjafarskjöl tengd sérsviði umsækjanda, svo sem úttektir og skýrslur um áhrif súrnunar sjávar, loftslagsbreytinga og/eða kolefnisförgunar á lífríki og vistkerfi sjávar. 
  • Fjölbreytt miðlunarverkefni, svo sem opinberar kynningar, ráðgjöf til stjórnvalda og annarra hagsmunaaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framhaldmenntun í vistfræði, haffræði eða skyldum greinum, doktorspróf kostur
  • Leiðtogahæfileikar og færni til að starfa í fjölbreyttu teymi sem og sjálfstætt.
  • Reynsla af rannsóknum á umhverfisáhrifum súrnunar sjávar og almennum áhrifum loftslagsbreytinga.
  • Reynsla af birtingu greina í ritrýndum vísindatímaritum.
  • Reynsla af gerð umsókna í samkeppnissjóði.
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og geta til að miðla flóknum vísindalegum hugtökum til fjölbreyttra hópa.
  • Metnaður, frumkvæði og jákvætt viðhorf.
  • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku. 
  • Færni til að starfa á íslensku er kostur. 
Auglýsing birt15. ágúst 2025
Umsóknarfrestur15. september 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Fornubúðir 5, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar