VÍS
VÍS
VÍS

Sérfræðingur í áhættustýringu

VÍS leitar að metnaðarfullum sérfræðingi í áhættustýringu en félagið er hluti af samstæðu Skaga ásamt Fossum fjárfestingabanka og Íslenskum verðbréfum eignastýringarfélagi.

Við bjóðum upp á framúrskarandi vinnuumhverfi með frábæru samstarfsfólki og tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Útreikningur ýmissa áhættu- og tryggingamælikvarða
  • Verkefni með tryggingastærðfræðingi
  • Gerð og þróun sjálfvirkra reikniverka, ferla og gagnalíkana
  • Framkvæmd áhættugreininga, álagsprófa og áhættumata
  • Gerð áhættuskýrslna, bæði innanhúss og til eftirlitsaðila
  • Þátttaka í innri nefndum
  • Samskipti við stjórnendur og eftirlitsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. stærðfræði, tölvunarfræði eða verkfræði
  • Þekking og reynsla í greiningu gagna og forritun, t.d. R, python
  • Reynsla af notkun gagnagrunna
  • Hæfni í að greina tölulegar upplýsingar og setja þær fram með skipulögðum hætti
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, drifkraftur og skipulagshæfni 
Fríðindi í starfi
  • Framúrskarandi vinnustað með einstaka vinnustaðamenningu
  • Frábært mötuneyti
  • Fyrirmyndarfyrirtæki með áherslu á jafnrétti 
  • Nýsköpunarumhverfi því við elskum hugrekki
  • Fyrirtæki sem hugsar til framtíðar með því að leggja áherslu á sjálfbærni 
  • Tækifæri til þess að vaxa og dafna bæði í lífi og starfi 
Auglýsing birt10. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ármúli 3, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar