

Sérfræðingur í áhættustjórnun
Kerecis leitar að sérfræðingi í áhættustjórnun. Leitum að einstakling með bakgrunn í áhættugreiningu sem þekkir til ISO 14971 og hefur sinnt eftirliti með vörum sem eru á markaði (Post market surveillance). Starfsmaðurinn heyrir undir skráningardeild. Starfsstöð er á Ísafirði eða Reykjavík.
Hefur þú roð við okkur?
Kerecis er það fyrirtæki sem vex hraðast í heiminum á sviði meðferðar á vefjaskaða og byggir tækni sína á hagnýtingu á roði og fitusýrum. Lækningavörur Kerecis eru notaðar til meðhöndlunar á margskonar líkamsskaða; m.a. á skurðsárum, þrálátum sárum, brunasárum, munnholssárum sem og til að flýta fyrir gróanda og að styrkja innvortis vef eftir skurðaðgerðir og slys.
Um 600 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík, Þýskalandi og í Bandaríkjunum.
Sáraroðið Kerecis á þátt í bata þúsunda einstaklinga um allan heim árlega.
- Áhættustjórnun í samræmi við ISO 14971, þar með talið áhættugreining, mat og eftirlit. Safna saman þverfaglegu áhættuteymi, skipuleggja og leiða fundi áhættuteymis
- Skrifa áhættustjórnunar áætlanir og skýrslur
- Þróa, innleiða og viðhalda áhættustjórnunarferli
- Taka þátt í innri og ytri úttektum í tengslum við áhættustjórnun og markaðseftirlit
- Fylgjast með og gefa skýrslu um áhættustjórnunaraðgerðir og lykilframmistöðuvísa
- Útbúa áætlanir um eftirlit eftir markaðssetningu fyrir nýjar vörur og viðhalda eftirliti með vörum á markaði
- Tryggja að farið sé eftir viðeigandi reglugerðum og stöðlum á markaðssvæðum
- Styðja við innsendingu nýrra markaðsumsókna
- Háskólagráða á viðeigandi vísindasviði (verkfræði eða skylt svið)
- 3-5 ára reynsla af áhættustjórnun (ISO 14971)
- Skilningur á kröfum og aðferðarfræði eftirlits eftir markaðssetningu
- Þekking á ISO 13485 og ISO 22442 er kostur
- Góð samskiptahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Sveigjanleiki og aðlögunarhæfni
- Nákvæmni og geta til að stjórna mörgum verkefnum samtímis












