Landskerfi bókasafna hf.
Landskerfi bókasafna hf.

Sérfræðingur hjá Landskerfi bókasafna

Landskerfi bókasafna leitar að metnaðarfullum og árangursdrifnum einstaklingi til að sinna og þróa áfram sérfræðiþjónustur við bókasöfnin á Íslandi á grunni bókasafnakerfanna Gegnir og Leitir.

Viðkomandi verður hluti af teymi, sem sinnir þjónustu við bókasöfn. Starfið krefst frumkvæðis, grúsks, góðs utanumhalds eigin verkefna og mun að einhverju leyti taka mið af þekkingu, reynslu og áhugasviði þess einstaklings sem verður ráðinn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón sameiginlegra gagna bókasafna byggt á högun helstu kerfa.
  • Umsýsla bókfræðigagna í bókasafnakerfunum auk sérhæfðra gagnavinnslna.
  • Þátttaka í verkefnum tengdum rafrænu efni.
  • Þróun nútímalegra kerfisferla til að auka sjálfvirkni í gæðastýringu og skráningu.
  • Uppbygging og viðhald sérhæfðra kerfisþjónusta.
  • Notanda- og kerfisþjónusta við söfn.
  • Þátttaka í uppbyggingu verkferla og leiðbeininga.
  • Önnur tilfallandi verkefni. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, bókasafns- og upplýsingafræði eða sambærilegt.
  • Þekking á verkferlum bókasafna.
  • Reynsla af að vinna með gögn og þekking á gagnagrunnum og stöðlum.
  • Mjög góð tölvufærni.
  • Hæfni til að takast á flókin úrlausnarefni og leiða þau til lykta.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og ögun í vinnubrögðum.
  • Góð samskiptahæfni, þjónustulund og geta til að vinna í teymi.
  • Gott vald á íslensku og/eða ensku í rituðu og mæltu máli.
Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar