Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar

Sérfræðingur fasteigna, húskerfa og svæða í virkjunum ON

Við leitum að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingi í hlutverk sérfræðings fasteigna, húskerfa og svæða hjá virkjunum Orku náttúrunnar.
Í virkjunum okkar á Hellisheiði, Nesjavöllum og við Andakílsá framleiðum við rafmagn til allra landsmanna og heitt vatn fyrir íbúa höfuðborgarsvæðið.
Deild fasteigna, húskerfa og svæða tilheyra allar fasteignir á virkjanasvæði ON auk húskerfa í eigu fyrirtækisins, s.s. loftræstikerfi, aðgangs- og innbrotakerfi, myndavélakerfi og brunakerfi.
Vinnutíminn er frá klukkan 8:20-16:15 á mánudögum til fimmtudags og til klukkan 15:10 á föstudögum.
Almenna starfsstöðin er í Hellisheiðarvirkjun, en viðkomandi getur þurft að vera á öðrum starfsstöðvum til að skipuleggja verkefni.
Boðið er upp á akstur frá höfuðstöðvum ON í Reykjavík og frá Selfossi/Hveragerði.
Helstu verkefni og ábyrgð
Í hlutverkinu felst forgangsröðun, undirbúningur, eftirlit og yfirsýn yfir fjölbreytt verkefni í nánu samstarfi við tæknistjóra og verkstjóra.
 
Sérfræðingur fasteigna og húskerfa tekur þátt í mótun ferla og umbótavinnu í tengslum við flæði verkefna með það að markmiði að besta viðhaldsstjórnunarkerfi virkjana.
 
Viðkomandi ber ábyrgð á útgáfu verkbeiðna úr viðhaldsstjórnunarkerfi ON í samráði við tæknistjóra og aðra sérfræðinga, t.d. er varða gerð áhættumats og verklýsinga, áætlanagerðar vegna tíma og mönnunar, öflun aðfanga, forgangsröðun verka og upplýsingagjöf til hagsmunaaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Farsæl reynsla af verklegri vinnu
  • Rík öryggisvitund er skilyrði
  • Góð tölvufærni og almenn tækniþekking
  • Reynsla af skipulagningu og forgangsröðun verkefna er kostur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni
  • Frumkvæði, lausnarmiðuð hugsun og jákvæðni
  • Þekking á DMM viðhaldsstjórnunarkerfinu er ótvíræður kostur
  • Menntun sem nýtist í starfi
Auglýsing stofnuð30. maí 2024
Umsóknarfrestur17. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hellisheiðarvirkjun
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar