Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Sérfræðingur eldsneytis- og ofanvatnskerfa

Við óskum eftir að ráða sérfræðing í teymi Flugvallarinnviða í deild Eignastýringar. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur góða fagþekkingu á sviði vélrænna kerfa og/eða lagnakerfa. Við óskum eftir einstaklingi sem á auðvelt með að vinna í teymi er annt um umhverfið og vill styðja við sjálfbærnivegferð Isavia.

Sérfræðingur tilheyrir teymi eignastjóra Flugvallarinnviða. Sérfræðingur hefur umsjón með viðhaldi og uppbyggingu olíuskilja, ofanvatnskerfa, settjarna og eldsneytiskerfis, gerð viðhalds- og kostnaðaráætlana auk annarra tilfallandi verkefna sem honum er falið.

Helstu verkefni:

  • Rekstur og viðhald ofangreindra kerfa
  • Gerð og eftirfylgni viðhalds- og fjárfestingaáætlana
  • Skráning og utanumhald í eignastýringarkerfi
  • Innkaup, kostnaðareftirlit og gerð þjónustusamninga
  • Þátttaka í uppbyggingar- og framkvæmdaverkefnum
  • Greining, gagnavinnsla og samskipti við hagaðila, hönnuði, verktaka og birgja
  • Eftirfylgni og hlýtni reglugerða

Hæfniskröfur:

  • Tæknimenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af viðhaldi, rekstri eða hönnun ofangreindra kerfa er kostur
  • Þekking og reynsla á umhverfismálum er kostur
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli
  • Ökuréttindi í B-flokki

Við leitum að einstaklingi sem:

  • Er lausnamiðaður, skipulagður og býr yfir góðri samskiptahæfni
  • Nýtur þess að vinna sjálfstætt, sýnir frumkvæði og hefur jákvætt viðhorf

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift , rútuferðir milli höfuðborgarsvæðis og KEF ásamt því að allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 20.janúar 2026.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Erla Einarsdóttir, í gegnum netfang [email protected].

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Auglýsing birt9. janúar 2026
Umsóknarfrestur20. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar