Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Sérfræðingur á tæknideild á Suðursvæði

Vegagerðin auglýsir eftir öflugum einstaklingi til að sinna hönnun vega á Tæknideild Suðursvæðis. Starfið felst fyrst og fremst í hönnun vegamannvirkja, úrvinnslu mælinga, undirbúningi útboða og framkvæmda. Suðursvæði Vegagerðarinnar nær frá Gígjukvísl á Skeiðarársandi að botni Hvalfjarðar og upp á miðhálendi. Svæðismiðstöð Suðursvæðis er á Selfossi.

Tæknideild Suðursvæðis hefur m.a. umsjón með undirbúningi verka og aflar frumgagna, sinnir eftirliti og gerir áætlanir fyrir hin ýmsu verk. Starfstöð er á Selfossi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun vegamannvirkja, allt frá frumdrögum til verkhönnunar.
  • Þátttaka í undirbúningi framkvæmda, gerð útboðsgagna o.fl. 
  • Uppgjör og magnreikningar.
  • Úrvinnsla mælinga og gerð landlíkana.
  • Samráð við hagsmunaaðila við undirbúning framkvæmda. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Verk- eða tæknifræðimenntun, eða önnur menntun sem nýtist í starfi. 
  • Reynsla og kunnátta í notkun teiknikerfa (Cad) er skilyrði. 
    Vegagerðin notar Microstation og Inroads.
  • Reynsla af ámóta störfum er kostur. 
  • Góð tölvukunnátta.  
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt. 
  • Framúrskarandi samskiptafærni. 
  • Góð kunnátta í talaðri og ritaðri íslensku og ensku.  
Auglýsing birt1. desember 2025
Umsóknarfrestur15. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Breiðamýri 2, 800 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar