Rannsóknasetur skapandi greina
Rannsóknasetur skapandi greina
Rannsóknasetur skapandi greina

Sérfræðingur á sviði skapandi greina

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) leitar eftir drífandi og áreiðanlegum einstaklingi í tímabundið starf sérfræðings. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á rannsóknum á sviði menningar og skapandi greina, og þekkingu á atvinnuveginum og þverfaglegu samstarfi.

Að rannsóknasetrinu standa Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum, Háskóli Íslands og Listaháskóli Íslands en það hóf starfssemi í október 2023. Í stjórn setursins sitja einnig fulltrúar menningar- og viðskiptaráðuneytis og Samtaka skapandi greina.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með framgangi og þróun rannsóknaáætlunar.
  • Umsjón og skrif umsókna í innlenda og alþjóðlega rannsóknasjóði.
  • Gagnavinnsla og greining.
  • Miðlun og samskipti.
  • Utanumhald um daglegan rekstur og starf stjórnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af verkefnastjórnun og þekking á sviði rannsókna í skapandi greinum.
  • Reynsla af stefnumótun er kostur.
  • Greiningar- og miðlunarhæfni.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni, sjálfstæði og sveigjanleiki.
Auglýsing birt16. ágúst 2024
Umsóknarfrestur1. september 2024
Staðsetning
Borgartún 18, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar