Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Sérfræðingur á sviði loftslagsmála

Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytið leitar að sérfræðingi á sviði loftslagamála. Starfið heyrir undir skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar.

Hlutverk skrifstofunnar er að koma áherslum stjórnvalda í framkvæmd með stefnumótandi vinnu og innleiðingu aðgerða, en einnig með þróun á lagaramma, reglugerða og skýrra tímasettra markmiða innan málaflokka ráðuneytisins.

Leitað er að sérfræðingi með góða þekkingu á loftslagsmálum og góða samskiptahæfni sem er tilbúinn að takast á við krefjandi og áhugaverð verkefni. Um að ræða fjölbreytt starf í lifandi starfsumhverfi, þar sem reynir meðal annars á sjálfstæði, frumkvæði og lipurð í samskiptum og teymisvinnu í loftslags- og náttúruvárteymi ráðuneytisins.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfssvið sérfræðings á sviði loftslagsmála felur aðallega í sér þátttöku í mótun og framkvæmd stefnu ráðuneytisins á sviði loftslagsmála, svo sem vinnu við undirbúning, mótun og eftirfylgni aðgerða í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og áætlun um aðlögun íslensks samfélags að áhrifum loftslagsbreytinga, hagsmunagæslu, greiningar og innleiðingu á Evrópuregluverki í málaflokknum.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á meistarastigi sem nýtist í starfi
  • Góð þekking á sviði loftslagsmála
  • Þekking og reynsla af stjórnsýslu, þ.á.m. EES-samningnum er kostur
  • Reynsla af greiningum, bæði samfélagslegum og hagrænum, og framsetningu gagna er kostur
  • Reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu er kostur
  •  Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Lausnamiðuð hugsun og geta til að vinna undir álagi
  • Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptu
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Auglýsing stofnuð6. júlí 2024
Umsóknarfrestur9. ágúst 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaFramúrskarandi
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar