Tryggingastofnun
Tryggingastofnun

Sérfræðingur á sviði heilsu- og færnimats með áherslu á endurhæfingu

Hefur þú brennandi áhuga á velferðar- og heilbrigðismálum?

Laust er til umsóknar starf sérfræðings hjá Tryggingastofnun (TR). Um er að ræða spennandi og krefjandi sérfræðistarf í matshópi á sviði endurhæfingar. Starfið byggir á frumkvæði og þéttu samstarfi í breiðum hópi sérfræðinga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Mat, greining og úrvinnsla umsókna um endurhæfingarlífeyri
  • Samvinna í teymi fyrir mat á örorku, endurhæfingu og umönnunarþörf barna og aldraðra
  • Ráðgjöf, þjónusta og upplýsingamiðlun til viðskiptavina og samstarfsaðila
  • Þróun vinnuferla og rafrænnar þjónustu
  • Skráning og meðhöndlun tölfræðiupplýsinga
  • Önnur sérhæfð verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, sálfræði eða félagsráðgjöf
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af starfi á sviði heilbrigðis- eða velferðarþjónustu
  • Mjög góð samskiptahæfni og frumkvæði
  • Þjónustulund og lausnamiðuð hugsun
  • Mjög góð hæfni í greiningu, túlkun og framsetningu gagna
  • Mjög gott vald á rituðu íslensku máli

Frekari upplýsingar um starfið:

Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Jafnframt skal leggja fram leyfisbréf og staðfestar upplýsingar um menntun. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur.

Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Thelma Kristín Kvaran, ráðgjafi hjá intellecta (thelma@intellecta.is).

Um Tryggingastofnun:

Hlutverk TR er að greiða lífeyri og aðrar tengdar greiðslur samkvæmt lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna.

Hjá TR ríkir góður starfsandi og boðið er upp á góða, nútímalega vinnuaðstöðu og sveigjanlegan vinnutíma. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. TR hefur hlotið jafnlaunavottun. Nánari upplýsingar má finna á www.tr.is.

Auglýsing stofnuð12. júní 2024
Umsóknarfrestur5. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FélagsráðgjafiPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SálfræðingurPathCreated with Sketch.Vinnsla rannsóknargagnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar