Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Sérfræðingur á sviði gagnagreininga (BI and Analytics)

Háskólinn í Reykjavík auglýsir eftir sérfræðingi á sviði gagnagreininga (BI and Analytics)  í fullt starf í þróunarhóp á upplýsingatæknisviði háskólans. Hlutverk þróunarhóps er að þróa og innleiða hugbúnaðar- og gagnalausnir sem styðja við ferla skólans, s.s. gagnagreiningar, uppbyggingu vöruhúss gagna, forritun og viðhald ýmissa kerfa s.s. umsóknarkerfi, nemendagátt, útskriftarkerfi og samþættingu við önnur ytri og innri kerfi. Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu og lifandi háskólaumhverfi með ýmsum tækifærum til náms og persónulegrar þróunar. Viðkomandi mun vinna að verkefnum á sviði vöruhúss gagna, gagnagreininga (analytics), gagnahögunar og hvers kyns þróun lausna til skýrslugerðar og upplýsingagjafar. Ekki er verra ef viðkomandi hefur einnig reynslu af uppbyggingu á samþættingu á milli kerfa með þjónustumiðaðri högun (SOA). Viðkomandi mun taka virkan þátt í að leysa verkefni á sem skilvirkastan hátt með þeim lausnum sem henta best hverju sinni.

STARFSSVIÐ:

  • Greining á þörfum, tæknilegum kröfum og hönnun á gagnadrifnum lausnum sem styðja við vinnuferla háskólans
  • Útfærsla á lausnum til gagnagreininga, afhendingar gagna og stjórnendaupplýsinga til viðeigandi aðila í formi skýrslna eða mælaborða
  • Uppbygging og viðhald á vöruhúsi gagna. Þátttaka í rekstri á gagnagrunnum og gagnaferlum vöruhússins
  • Virk þátttaka í þróun upplýsingatækni innan HR

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:

  • Háskólapróf í tölvunarfræði eða öðru sambærilegu sem nýtist í starfi
  • Þekking og/eða reynsla af eftirfarandi: Þróun og rekstur vöruhúss gagna, multidimensional modeling, MS SQL Server, SSIS eða sambærilegt, MS Fabric, Power BI
  • Þekking og reynsla af uppbyggingu á samþættingarumhverfum æskileg
  • Færni í þarfagreiningu og reynsla af Scrum/Kanban
  • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Frumkvæði, metnaður og sveigjanleiki
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2025.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Háskólinn í Reykjavík hvetur öll kyn til að sækja um. Einungis er tekið við umsóknum í gegnum umsóknarkerfið. Nánari upplýsingar veita Kristján H Hákonarson forstöðumaður upplýsingatækni, [email protected] og mannauðsdeild, [email protected]. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Auglýsing birt14. mars 2025
Umsóknarfrestur25. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar