

Sérfræðingur á rekstrarvakt
Við erum að leita að áhugasömum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á rekstri tölvukerfa, eftirliti og öryggismálum. Rekstrarvakt RB sinnir vöktun og eftirliti með kerfum RB og annarra fjármálafyrirtækja, allan sólarhringinn, allan ársins hring. Starfsfólk hópsins vinnur á vöktum og bregst við uppákomum í fjármálakerfinu.
Um er að ræða frábært fyrsta starf fyrir t.d. tölvunarfræðing sem gefur mikla möguleika til starfsþróunar innan fyrirtæksins.
Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur þá hvetjum við þig samt sem áður til þess að sækja um, þú gætir einmitt verið einstaklingurinn sem við leitum að í þetta eða annað starf.
Helstu verkefni:
- Eftirlit og viðbragð við rekstrar- og/eða öryggisatburðum
- Stuðningur og samskipti við aðra hópa innan sem utan fyrirtækis
- Regluleg verkefni eins og prófanir á tvöfaldri uppsetningu kerfa, skýrslugerð og eftirlit með keyrslu vinnsla
- Sérverkefni til þess að betrumbæta vöktun eða viðbrögð við uppákomum
Hæfniskröfur:
- Menntun við hæfi sem nýtist í starfi er kostur (t.d. tölvunarfræði/kerfisfræði)
- Þjónustulund og samskiptahæfileikar
- Áhugi á netþjónum, netkerfum og gagnagrunnum
- Sjálfstæð vinnubrögð og samviskusemi
- Næmni fyrir smáatriðum og góð yfirsýn
- Hæfni til að vinna vel undir álagi þegar þess þarf
- Gott vald á íslensku sem og ensku
RB er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður með sterka vinnustaðamenningu þar sem lögð er áhersla á að starfsfólk fái tækifæri til að læra og þróast í starfi. Stutt er við heilsu starfsfólks með því m.a. að bjóða upp á heilsu- og samgöngustyrki. RB hefur hlotið jafnlaunavottun og leggur áherslu á launajafnrétti sem og jafnrétti kynjanna í einu og öllu.
Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. RB leggur áherslu á fjölbreytileika og leitar eftir fólki með ólíkan bakgrunn af öllum kynjum.
Nánari upplýsingar veitir Ingvi Ágústsson, forstöðumaður rekstrarstýringar, ingvi.agustsson@rb.is.
Umsóknarfrestur er til og með 03.12.23











