Airport Associates
Airport Associates
Airport Associates

Sérfræðingur á Mannauðssviði

Airport Associates leitar af sérfræðingi á mannauðssvið fyrirtækisins. Helstu verkefni sérfræðings á mannauðssviði eru ráðningar, stuðningur við starfsfólk og stjórnendur, þróun verkferla og umsjón með mannauðskerfum en fyrirtækið býður upp á ýmis forrit sem styðja við starfsmannastefnu fyrirtækisins.
Sérfræðingur á mannauðssviði þarf að búa yfir frábærum samskiptahæfileikum, hafa frumkvæði og vilja til að ná árangri í starfi. Mikilvægt að viðkomandi búi yfir mikilli aðlögunarhæfni og geti átt árangursrík samskipti í fjölbreytilegu umhverfi. Sérfræðingur á mannauðssviði heyrir undir mannauðsstjóra. Í boði er fjölbreytt og skemmtilegt starf í spennandi starfsumhverfi við Keflavíkurflugvöll.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Ráðningar og móttaka nýliða
• Skráning og viðhald upplýsinga í ýmsum kerfum tengdum mannauðssviði
• Úrvinnsla úr mánaðarlegum starfsánægjukönnunum
• Ráðgjöf og stuðningur við starfsmenn og stjórnendur
• Aðstoð við mótun stefna og ferla á mannauðssviði
• Umsjón með viðburðum
• Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Framúrskarandi samskiptahæfni
• Tæknikunnátta og hæfni til að tileinka sér nýja tækni
• Reynsla i mannauðsmálum/stjórnun kostur
• Reynsla af kerfum á borð við 50 skills, Workplace, CCQ, MTP er kostur
• Frumkvæði, sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
• Jákvætt viðhorf, þjónustulipurð og mikil samvinnuhæfni
• Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
 
Auglýsing stofnuð4. febrúar 2024
Umsóknarfrestur19. febrúar 2024
Starfstegund
Staðsetning
Fálkavöllur 7, 235 Reykjanesbær
Starfsgreinar
Starfsmerkingar