Arion Banki
Arion Banki
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu. Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár. Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk séu með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.
Arion Banki

Sérfræðingar í gögnum og sjálfvirknivæðingu

Arion banki leitar að einstaklingum til að taka þátt í að auka enn frekar á hagnýtingu gagna innan bankans. Við erum á spennandi vegferð og leitum bæði að sérfræðingum í gagnagreiningu (data analyst) og gagnavísindum (data scientist) til að slást í hóp öflugra sérfræðinga sem vinna að verkefnum sem snerta m.a.:

  • Hönnun og uppbyggingu gagnalags sem getur þjónað mismunandi notendum innan bankans
  • Framsetningu og vinnslu gagna í gegnum skýrslur og mælaborð ásamt öðrum verkefnum á sviði viðskiptagreindar
  • Hönnun og smíði vélnámslíkana í samstarfi við ytri og innri aðila

Um er að ræða deild inni á sviðinu Upplifun viðskiptavina en unnið er þétt með öðrum sviðum bankans og eftir atvikum, ytri aðilum. Kröfur eru aðeins mismunandi á milli hlutverka en við erum að leita að aðilum með:

  • Háskólamenntun á sviði verkfræði, tölvunarfræði eða aðra menntun sem nýtist í starfi
  • Reynslu af gagnavinnslu, líkanasmíð, greiningu og framsetningu gagna með t.d. SQL og Power Bi
  • Getu og skilning til að vinna með og greina upplýsingar úr stórum gagnasettum
  • Reynslu af hagnýtingu gagna við sjálfvirknivæðingu ferla
  • Góða samskiptahæfni, skipulag og frumkvæði
Auglýsing stofnuð24. maí 2023
Umsóknarfrestur4. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Power BIPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SQL
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.