

Sérfræðilæknir í myndgreiningu, brjóstamyndgreiningardeild
Spennandi tækifæri á Brjóstamiðstöð Landspítala!
Við leitum að metnaðarfullum sérfræðingi í brjóstamyndgreiningu sem hefur áhuga á að taka þátt í þróun sérgreinar og uppbyggingu þverfaglegs teymis Brjóstamiðstöðvar. Deildin er sú eina sinnar tegundar á landinu og er því leiðandi fyrir þjónustuna á landsvísu.
Fjölskylduvænt starf þar sem vinnufyrirkomulag er dagvinna.
Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. janúar 2026 eða eftir nánara samkomulagi. Næsti yfirmaður er yfirlæknir brjóstamyndgreiningar.
Brjóstamiðstöð er miðpunktur í þjónustu við einstaklinga með sjúkdóma og einkenni frá brjóstum ásamt því að hafa umsjón með framkvæmd brjóstaskimunar á Íslandi. Mikil áhersla er lögð á þverfaglegt samstarf og þjónustumiðaða nálgun þar sem starfsemin er í stöðugri þróun. Deildin veitir fjölþætta þjónustu og er í fararbroddi fyrir brjóstamyndgreiningu á landsvísu. Starfsaðstaða er góð og deildin er mjög vel tækjum búin.
Íslenska


















































