Bændasamtök Íslands
Bændasamtök Íslands
Bændasamtök Íslands

Sérðu skóginn fyrir trjánum?

Bændasamtök Íslands (BÍ) leita að öflugum einstaklingi til að leiða spennandi verkefni á sviði sjálfbærni með áherslu á skógrækt. Um er að ræða 100 % starf og er miðað við að ráða sem fyrst eða eftir samkomulagi.

BÍ eru hagsmunasamtök sem hafa það meginmarkmið að bæta afkomu og starfsskilyrði bænda. BÍ styður við sjálfbærni í búrekstri og aðgerðir sem stuðla að loftslagsvænum landbúnaði, m.a. með loftslagsvegvísi bænda. Skógrækt er ein meginstoðunum sem styður við þá vegferð.

Búgreinadeild skógarbænda innan BÍ vinnur að hagsmunamálum þeirra sem stunda skógrækt í atvinnuskyni og stuðlar að nýtingu lands á grundvelli sjálfbærrar þróunar. Deildin framfylgir stefnu skógarbænda og nýtur framlaga skv. Rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins á milli BÍ og íslenska ríkisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með starfi búgreinadeildar skógarbænda BÍ
  • Vinna að hagsmunamálum skógarbænda gagnvart stjórnvöldum og ytri hagaðilum
  • Auka virði skógarnytja, efla áframvinnslu hráefnis, vöruþróun og tengd verkefni
  • Leiða samstarfsverkefni skógarbænda, t.d. málþing, fagráðstefnu og hvatningarverðlaun
  • Vinna að framvindu og þróun kolefnismarkaða
  • Kynningarstarf á sviði skógræktar, sjálfbærni og loftslagsmála, t.d. með skýrslugerð,  greinarskrifum, umsjón með vefsvæði o.fl.
  • Vinna að fjáröflun vegna verkefna
  • Samskipti við erlenda samstarfsaðila og systursamtök
  • Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu BÍ
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi, t.d. á sviði búfræði, skógfræði, verkfræði eða umhverfisfræði
  • Reynsla á sviði skógræktar, loftslagsmála eða sjálfbærni er kostur
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af félagsstörfum er kostur
  • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
  • Hafa gott vald á íslensku og ensku
Auglýsing birt10. júlí 2025
Umsóknarfrestur11. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 25, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar