Krónan
Krónan
Krónan

Samfélagsmiðlafulltrúi Krónunnar (tímabundið starf)

Krónan leitar að jákvæðum og kraftmiklum starfsmanni til að stíga tímabundið inn í öflugt teymi markaðsdeildar. Um er að ræða afar líflegt og skemmtilegt starf til 1. ágúst og er í 60% starfshlutfalli.

Starfið felur í sér umsjón með samfélagsmiðlum Krónunnar, hugmyndavinnu, skipulagningu og færslubirtingar. Viðkomandi mun einnig hafa regluleg samskipti við áhrifavalda og framleiðendur og vinna úr árangursmælingum og öðru tengdu í samvinnu við aðra í markaðsdeildinni.

Aðilinn sem við leitum að þarf að vinna vel í teymi, vera sjálfstæður og drífandi.

Við leitum að hugmyndaríkum einstaklingi sem þrífst á því að koma hugmyndum í framkvæmd og getur hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með samfélagsmiðlum Krónunnar
  • Hugmyndavinna, efnissköpun, textaskrif og birtingar
  • Uppsetning og eftirfylgni herferða á samfélagsmiðlum
  • Árgangursmælingar á samfélagsmiðlum
  • Önnur tilfallandi störf í markaðsdeild
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af efnisframleiðslu er kostur
  • Mikil þekking og reynsla af stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum
  • Mjög góð íslenskukunnátta, í rituðu og töluðu máli
  • Sjálfstæði í hugsun og frumkvæði í starfi
  • Auðvelt með að vinna í teymi
Fríðindi í starfi
  • Styrkur til heilsueflingar
  • Afsláttarkjör hjá N1, Krónunni, ELKO og Lyfju
  • Aðgangur að Velferðarþjónustu Krónunnar
Auglýsing birt27. nóvember 2024
Umsóknarfrestur15. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Dalvegur 10-14, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinuPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar