Krónan
Verslanir Krónunnar eru í dag 26 talsins auk Snjallverslun. 19 á höfuðborgarsvæðinu auk verslana á Akureyri, Akranesi, Reyðarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Hvolsvelli og Vestmannaeyjum.
Á hverjum degi – allan ársins hring keppumst við, starfsfólk Krónunnar, við að koma réttu vöruúrvali til þín á eins ódýran hátt og mögulegt er. Þrátt fyrir lágt vöruverð gefum við engan afslátt af ferskleikanum.
Samfélagsmiðlafulltrúi Krónunnar (tímabundið starf)
Krónan leitar að jákvæðum og kraftmiklum starfsmanni til að stíga tímabundið inn í öflugt teymi markaðsdeildar. Um er að ræða afar líflegt og skemmtilegt starf til 1. ágúst og er í 60% starfshlutfalli.
Starfið felur í sér umsjón með samfélagsmiðlum Krónunnar, hugmyndavinnu, skipulagningu og færslubirtingar. Viðkomandi mun einnig hafa regluleg samskipti við áhrifavalda og framleiðendur og vinna úr árangursmælingum og öðru tengdu í samvinnu við aðra í markaðsdeildinni.
Aðilinn sem við leitum að þarf að vinna vel í teymi, vera sjálfstæður og drífandi.
Við leitum að hugmyndaríkum einstaklingi sem þrífst á því að koma hugmyndum í framkvæmd og getur hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með samfélagsmiðlum Krónunnar
- Hugmyndavinna, efnissköpun, textaskrif og birtingar
- Uppsetning og eftirfylgni herferða á samfélagsmiðlum
- Árgangursmælingar á samfélagsmiðlum
- Önnur tilfallandi störf í markaðsdeild
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af efnisframleiðslu er kostur
- Mikil þekking og reynsla af stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum
- Mjög góð íslenskukunnátta, í rituðu og töluðu máli
- Sjálfstæði í hugsun og frumkvæði í starfi
- Auðvelt með að vinna í teymi
Fríðindi í starfi
- Styrkur til heilsueflingar
- Afsláttarkjör hjá N1, Krónunni, ELKO og Lyfju
- Aðgangur að Velferðarþjónustu Krónunnar
Auglýsing birt27. nóvember 2024
Umsóknarfrestur15. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
MeðalhæfniValkvætt
Staðsetning
Dalvegur 10-14, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHugmyndaauðgiMannleg samskiptiMarkaðssetning á netinuSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (9)
Sérfræðingur í markaðsmálum
Petmark
Starfsmaður í vefumsjón
Hertz Bílaleiga
Markaðsmál & Viðburðir - Markaðsfulltrúi
Oche Reykjavik
Sölufulltrúi
Rún Heildverslun
Verkefnastjóri Vinnustundar
Landspítali
Marketing Specialist
Tulipop ehf.
Sölu- og markaðsfulltrúi
Reon
Verkefnastjóri Söludeildar
Steypustöðin
Sölu, markaðs og innkaupafulltrúi
Provision