Sálfræðingur - Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana
Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana auglýsir eftir sálfræðingi fullorðinna í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. júní nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Við leitum að öflugum sálfræðingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi og spennandi verkefni þar sem þverfagleg nálgun og sérhæfð þjónusta er veit.. Markmið Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskana er að stuðla að og viðhalda bata og auka færni skjólstæðings þar sem hans óskir, þarfir og gildi eru í fyrirúmi. Teymið leggur jafnframt mikla áherslu á góða þverfaglegri samvinnu þar sem sálfræðingur mun vinna með öðrum fagaðilum innan teymisins og utan.
Við Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana starfa reynslumiklir einstaklingar þar sem lögð er áhersla á að þjálfa upp starfsmenn, veita persónubundinn stuðning og handleiðslu. Góður starfsandi er í teyminu og gott vinnuumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sálfræðiþjónusta fyrir einstaklinga 18 ára og eldri
Greining, mat og meðferð á geðrænum vanda, gagnreynd sálfræðimeðferð og ráðgjöf
Einstaklings- og hópmeðferð
Námskeiðahald, ráðgjöf og fræðsla
Handleiðsla og þjálfun nema í klínískri sálfræði
Önnur tilfallandi verkefni
Viðkomandi mun starfa í þverfaglegum teymum í náinni samvinnu við starsfólk heilsugæslustöðva, félagsþjónustu, geðsviðs LSH, annarra stofnana og samtaka
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfi frá landlækni til að starfa sem sálfræðingur er skilyrði
5 ára starfsreynsla af klínísku starfi
Reynsla af greiningu og meðferð fullorðinna með geðrænan vanda
Þekking og reynsla af gagnreyndum aðferðum, s.s. hugrænni atferlismeðferð, DAM og áfallameðferð
Faglegur metnaður og áhugi á uppbyggingu sálfræðiþjónustu
Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun í starfi
Reynsla og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu
Góð samskiptahæfni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Góð íslenskukunnátta skilyrði
Góð almenn tölvukunnátta