

Sálfræðingur - Geðheilsuteymi austur
Vilt þú ferða hluti af frábærum vinnustað?
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir sálfræðingi í Geðheilsuteymi austur. Um er að ræða 60% ótímabundið starf með möguleika á hærra starfshlutfalli. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst n.k. eða eftir nánara samkomulagi.
Geðheilsuteymi austur samanstendur af reynslumiklum einstaklingum þar sem áhersla er lögð á fagmennsku í þverfaglegri teymisvinnu. Fagaðilar starfa eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notanda. Góður starfsandi er í teyminu og vinnuumhverfi gott þar sem persónubundinn stuðningur og handleiðsla er til staðar. Næsti yfirmaður er svæðisstjóri geðheilsuteymisins.
Geðheilsuteymi austur er þverfaglegt meðferðarteymi sem er staðsett á Stórhöfða 23. Við teymið starfa hjúkrunarfræðingar, geðsjúkraliði, geðlæknar, þroskaþjálfi, sálfræðingar, fjölskyldufræðingur, félagsráðgjafar, iðjuþjálfi, íþróttafræðingur, notendafulltrúar ásamt skrifstofustjóra. Rík áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu, innan teymis sem utan ásamt nýsköpun sem veitir tækifæri til þróunar í faglegu starfi.
















