Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu. Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu. Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín. Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sálfræðingur - Geðheilsuteymi austur

Vilt þú ferða hluti af frábærum vinnustað?

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir sálfræðingi í Geðheilsuteymi austur. Um er að ræða 60% ótímabundið starf með möguleika á hærra starfshlutfalli. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst n.k. eða eftir nánara samkomulagi.

Geðheilsuteymi austur samanstendur af reynslumiklum einstaklingum þar sem áhersla er lögð á fagmennsku í þverfaglegri teymisvinnu. Fagaðilar starfa eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notanda. Góður starfsandi er í teyminu og vinnuumhverfi gott þar sem persónubundinn stuðningur og handleiðsla er til staðar. Næsti yfirmaður er svæðisstjóri geðheilsuteymisins.

Geðheilsuteymi austur er þverfaglegt meðferðarteymi sem er staðsett á Stórhöfða 23. Við teymið starfa hjúkrunarfræðingar, geðsjúkraliði, geðlæknar, þroskaþjálfi, sálfræðingar, fjölskyldufræðingur, félagsráðgjafar, iðjuþjálfi, íþróttafræðingur, notendafulltrúar ásamt skrifstofustjóra. Rík áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu, innan teymis sem utan ásamt nýsköpun sem veitir tækifæri til þróunar í faglegu starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Viðtöl á starfsstöð
Greining og meðferð einstaklinga með geðrænan vanda
Beiting gagnreyndra meðferða og ráðgjöf
Notkun sálfræðilegra prófa
Skipuleggja og veita þjónustu sem þörf er á hverju sinni
Vinna í þverfaglegu teymi
Námskeiðshald og fræðsla til notanda og aðstandenda
Handleiðsla sálfræðinema og annars fagfólks
Þátttaka í þróunarstarfi
Samstarf við aðrar stofnanir, úrræði og samtök
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfi frá landlækni til að starfa sem sálfræðingur er skilyrði
Þriggja ára starfsreynsla æskileg
Reynsla af greiningu og meðferð fullorðinna með geðrænan vanda
Þekking og reynsla af gagnreyndri meðferð s.s. hugrænni atferlismeðferð
Þekking og reynsla af áfallavinnu æskileg
Þekking og reynsla af díaletískri atferlis (DAM) meðferð kostur
Hæfni og áhugi á teymis- og verkefnavinnu
Góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf
Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing stofnuð12. maí 2023
Umsóknarfrestur26. maí 2023
Starfstegund
Staðsetning
Stórhöfði 23, 110 Reykjavík
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.