Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sálfræðingur fullorðinna - Heilsugæslan Hamraborg

Heilsugæslan Hamraborg leitar eftir að ráða sálfræðing fullorðinna í 100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Við leitum að metnaðarfullum sálfræðingi sem hefur áhuga á að taka þátt í framþróun í geðheilsumálum innan heilsugæslu og vill stuðla að heilbrigði líðan einstaklinga. Heilsugæslan Hamraborg er lifandi vinnustaður þar sem ríkir góð samvinna fagstétta og frábær starfsandi er til staðar. Jafnframt er stutt í helstu stofnbrautir og góðar samgöngur í kring.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sálfræðiþjónusta fyrir einstaklinga 18 ára og eldri
  • Greining og mat á geðrænum vanda fullorðinna
  • Einstaklingsmiðuð gagnreynd meðferðarvinna og sálrænn stuðningur
  • Hópmeðferð
  • Námskeiðahald, ráðgjöf og fræðsla
  • Samstarf og samráð við aðrar stofnanir í heilbrigðis- og félagsþjónustu
  • Þátttaka í þróun geð- og sálfræðiþjónustu í heilsugæslu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi frá landlækni til að starfa sem sálfræðingur er skilyrði
  • 3 ára starfsreynsla af klínísku starfi er æskileg
  • Þekking og reynsla af gagnreyndum sálfræðiaðferðum
  • Faglegur metnaður og áhugi á uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslu
  • Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun í starfi
  • Reynsla og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu
  • Góð samskiptahæfni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Góð enskukunnátta æskileg 
Auglýsing birt3. október 2024
Umsóknarfrestur17. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Hamraborg 8, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar