
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) veitir íbúum umdæmisins og öðrum, almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma.
Lögð er áhersla á virðingu, traust og fagmennsku. Velferð skjólstæðinga skal höfð að leiðarljósi. Stuðlað er að virkri sí- og endurmenntun starfsfólks.
HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og aðrar menntastofnanir.
Kjarnastarfsemin skiptist á þrjú málefnasvið eftir meginviðfangsefnum.
Heilsugæslusvið
Læknisþjónusta, hjúkrun, geðheilbrigðisþjónusta, heilsuvernd, forvarnir, slysa- og bráðaþjónusta og annast sjúkraflutninga.
Hjúkrunarsvið
starfrækir hjúkrunarrými á starfsvæðinu þar sem slík þjónusta er ekki rekin af öðrum.
Sjúkrasvið
starfrækir umdæmissjúkrahús, almenn sjúkrarými og endurhæfingu.
Heilbrigðisumdæmi Vesturlands nær yfir
Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Stykkishólmsbæ, Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp, Árneshrepp og Húnaþing vestra.

Sálfræðingur fullorðinna á HVE
Heilbrigðisstofnun Vesturlands auglýsir eftir sálfræðingi fullorðinna í 100% stöðu. Starfsstöð viðkomandi er í Borgarnesi.
Staðan er laus frá og með 1. október 2025 og er um að ræða afleysingu til eins árs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Meðferð og greining
- Hópmeðferð
- Vinna eftir klínískum leiðbeiningum
- Námskeiðshald, ráðgjöf og fræðsla
- Þátttaka í skipulagningu sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar á Vesturlandi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi.
- Reynsla af meðferðarvinnu og greiningu æskileg.
- Þekking og reynsla af hugrænni atferlismeðferð er kostur.
- Reynsla af notkun sálfræðilegra prófa og greiningartækja æskileg.
- Samskiptahæfni og sveigjanleiki.
- Ökuréttindi.
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
Auglýsing birt21. ágúst 2025
Umsóknarfrestur1. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Borgarbraut 65, 310 Borgarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar