Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu. Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu. Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín. Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sálfræðingur barna og unglinga

Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ leitar að sálfræðingi sem hefur brennandi áhuga á að sinna vanda barna og unglinga. Um er að ræða 100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Við leitum að sálfræðingi sem hefur áhuga á að taka þátt í framþróun í geðheilsumálum innan heilsugæslu, sálfræðingi sem leggur metnað í að ná árangri í starfi. HH Seltjarnarnesi og Vesturbæ setur áherslu á þverfaglegt samstarf og góða teymisvinnu. Á stöðinni starfa heimilislæknar, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar ásamt fleiri heilbrigðisstéttum og riturum. Starfsumhverfið er gefandi og gefur góðan sveigjanleika til faglegrar þróunar. Ef þú telur þig vera réttu manneskjuna í starfið þá hvetjum við þig til að sækja um starfið.

Geðheilbrigðismál eru í mikilli framþróun innan heilusgæslunnar þar sem er veitt fyrstu línu þjónusta. Heilsugæslan á jafnframt að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

Helstu verkefni og ábyrgð
Sálfræðiþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri
Mat og greining á vanda barna og unglinga
Klínísk verkefni og fyrirmyndar vinnubrögð í samræmi við klínískar leiðbeiningar
Notkun sálfræðilegra prófa
Beitir gagnreyndum meðferðum og ráðgjöf
Þátttaka í námskeiðahaldi fyrir fagfólk, skjólstæðinga og/eða aðstandendur
Virk þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
Samstarf og samráð við aðrar stofnanir í heilbrigðis- og félagsþjónustu
Þátttaka í þróun geð- og sálfræðiþjónustu í heilsugæslu
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfi frá landlækni til að starfa sem sálfræðingur er skilyrði
3 ára starfsreynsla af klínísku starfi er æskileg
Faglegur metnaður og áhugi á uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslu
Þekking og reynsla af gagnreyndum sálfræðiaðferðum
Reynsla af greiningu og meðferð barna og unglinga
Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun í starfi
Góð samskiptahæfni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Góð færni og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu
Góð íslenskukunnátta skilyrði
Góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing stofnuð24. maí 2023
Umsóknarfrestur12. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Suðurströnd 12, 170 Seltjarnarnes
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SálfræðingurPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.