Línupródúsent á fréttastofu RÚV

RÚV Efstaleiti 1, 103 Reykjavík


RÚV leitar að klippandi línupródúsent á fréttastofu RÚV í tímabundið afleysingastarf frá janúar og fram á sumar. Viðkomandi þarf að hafa breiða og góða þekkingu og brennandi áhuga á dagskrárgerð í sjónvarpi, með áherslu á mynd- og hljóðvinnslu.

Línupródúsent klippir fréttir og innslög í sjónvarp og á vef. Þá sér hann um tæknistjórn í útsendingu frétta og hefur yfirumsjón með tæknibúnaði í myndveri og myndstjórn fréttastofu.

 

STARFSSVIÐ

·       Vinnsla frétta og fréttatengds efnis fyrir sjónvarp og á vef. Klipping, mynd- og hljóðvinnsla.

·       Tæknistjórn í útsendingu. Ábyrgð á mynd- og hljóðgæðum í útsendingu.

·       Yfirumsjón með tæknibúnaði í myndveri og myndstjórn.

 

HÆFNISKRÖFUR

·       Menntun og/eða sambærileg reynsla á sviði sjónvarpsframleiðslu nauðsynleg.

·       Reynsla af klippingu og mynd- og hljóðvinnslu sjónvarpsefnis. Reynsla af klippiforritinu Avid æskileg.

·       Reynsla af vinnu við beinar útsendingar.

·       Áhugi á myndfrásögn og hljóðvinnslu.

·       Áhugi á fréttum og þjóðfélagsmálum.

·       Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.

·       Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að vinna undir álagi.

 

Umsóknarfrestur er til 14. desember 2018.

Nánari upplýsingar veitir Tinna Magnúsdóttir, yfirpródúsent á fréttastofu RÚV, tinnam@ruv.is, s. 515-3800/868-9202.

Umsóknum ásamt ferilskrá er skilað rafrænt á www.ruv.is/laus-storf.

 

RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk RÚV skoðar samfélagið með gagnrýnum hætti, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar.

 

Við hvetjum áhugasama til að sækja um starfið óháð kyni og uppruna.

 

 

Umsóknarfrestur:

14.12.2018

Auglýsing stofnuð:

05.12.2018

Staðsetning:

Efstaleiti 1, 103 Reykjavík

Starfstegund:

Tímabundið


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi