Fjölhæfur bókari óskast

Rún Heildverslun Höfðabakki 9, 110 Reykjavík


Rún – Edda Heildverslun óskar að ráða öflugan bókara í fullt starf. Unnið er í dk viðskiptahugbúnaði.

Vinnutími er frá 09:00 til 17:00. 

Viðkomandi verður að vera skipulagður, talnaglöggur og fær um að vinna sjálfstætt.

Við leitum að aðila með eftirfarandi reynslu og þekkingu:

  • Góð bókhaldsþekking og reynsla af bókhaldsstörfum
  • Reynsla af afstemmingum lánardrottna og skuldunauta
  • Getur undirbúið mánaðarleg uppgjör í samstarfi við stjórnendur
  • Frumkvæði af því að þróa starfið í samstarfi við stjórnendur
  • Hefur góða samskiptahæfileika

Rún Heildverslun er með vörumerki í dömu- og herrafatnað, nærfatnað og ungbarnafatnað. Jafnframt flytjum við inn og seljum starfsmannafatnaði fyrir heilbrigðisstofnanir, hótel- og veitingageirann sem og önnur þjónustufyrirtæki, ásamt því að bjóða upp á grófari vinnufatnað fyrir iðnaðarmenn.

Edda Heildverslun er deild innan Rúnar. Edda er með vörumerki í rúmfatnað fyrir hótel og önnur ferðaþjónustufyrirtæki ásamt því að selja vefnað til heilbrigðisstofnana, saumastofa, útfarastofa og ýmissa annarra fyrirtækja. Edda heildverslun flytur einnig inn tilbúinn rúmfatnað fyrir sérverslanir.

Auglýsing stofnuð:

24.04.2019

Staðsetning:

Höfðabakki 9, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi