Aðstoðarleikskólastjóri óskast í Rjúpnahæð

Rjúpnahæð Rjúpnasalir 3, 201 Kópavogur


Vilt þú vinna í spennandi og krefjandi umhverfi þar sem lögð er áhersla á  að byggja upp skemmtilegt starf og þróa nýjar og spennandi leiðir í starfi?

Rjúpnahæð er sex deilda leikskóli og meginmarkmið leikskólans er að stuðla að sjálfræði og lýðræði meðal barnanna. Við leggjum áherslu á að hafa gaman í vinnunni og styðjum hvort annað áfram í þekkingarleit okkar. Einkunnarorð leikskólans eru: sjálfræði - gleði - virðing – lýðræði.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun
  • Góð reynsla af starfi sem leikskólakennari
  • Góða reynsla sem deildarstjóri í leikskóla
  • Góð reynsla af stjórnun
  • Sjálfstæð vinnubrögð og lausnarmiðuð nálgun
  • Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum
  • Gott vald á íslenskri tungu
  • Góð tölvukunnátta

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Starfið er laust 1. október 2019.
  • Starfshlutfall er 100%.

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FSL. Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags stjórnenda leikskóla en starfslýsingar má finna á http://ki.is.

Þeir sem ráðnir eru til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að undirrita heimild til að afla upplýsinga af sakaskrá.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrönn Valentínusdóttir leikskólastjóri í s. 840 2684. 

Við hvetjum alla áhugasama að hafa samband. 

 

 

 

Umsóknarfrestur:

15.08.2019

Auglýsing stofnuð:

05.07.2019

Staðsetning:

Rjúpnasalir 3, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi