
RÚV
RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk skoðar samfélagið með gagnrýnum hætti, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar.

Ritstjóri Kveiks
Fréttastofa RÚV leitar að ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Í starfinu felst að stýra efnisöflun, framleiðslu og framsetningu efnis Kveiks í öllum miðlum. Um krefjandi og fjölbreytt starf er að ræða.
Við leitum að einstaklingi með sterkt fréttanef, haldbæra reynslu og faglega sýn sem getur leiðbeint öðrum og tekið frumkvæði í krefjandi umfjöllunum.
Kveikur er margverðlaunaður fréttaskýringaþáttur með áherslu á rannsóknarblaðamennsku. Í ritstjórn er öflugt blaða- og dagskrárgerðarfólk með langa reynslu og mikla þekkingu. Starf ritstjóra Kveiks heyrir undir ritstjóra fréttatengdrar dagskrár.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ritstjórn efnis sem unnið er fyrir Kveik í öllum miðlum.
- Skipuleggja vinnslu þáttarins og tryggja vandaða framsetningu efnis.
- Stýra efnisöflun og samræma vinnu blaðamanna.
- Veita faglega rýni, leiðsögn og stuðning í ritstjórnarvinnu.
- Móta þróun þáttarins og veita ráðgjöf varðandi miðlun efnis.
- Viðhalda góðum samskiptum og samstarfi við aðrar einingar RÚV.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Haldbær reynsla af rannsóknarblaðamennsku, sjónvarps- eða fjölmiðlavinnu. Reynsla af ritstjórnarstörfum er kostur.
- Framúrskarandi fréttanef og hæfni til að greina það sem skiptir máli.
- Leiðtogahæfni og geta til að leiðbeina og efla aðra í starfi.
- Skipulagshæfni, frumkvæði og hæfni til að sinna fjölbreyttum verkefnum.
- Framúrskarandi samskipta- og samvinnufærni.
- Gott vald á íslenskri tungu.
Auglýsing birt28. ágúst 2025
Umsóknarfrestur7. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (1)