

Ritari í móttöku Brjóstamiðstöðvar Landspítala
Laust er til umsóknar starf ritara á Brjóstamiðstöð á Eiríksgötu 5. Starfshlutfall er 100%, unnið er í dagvinnu virka daga og er upphaf starfs samkomulag.
Við leitum eftir þjónustuliprum einstaklingi með góða samskiptahæfni, sem er sjálfstæður í starfi og fljótur að læra og tileinka sér hlutina. Í boði er einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra starfsmanna og gott starfsumhverfi.
Á Brjóstamiðstöð starfar öflugt teymi sérfræðinga frá mörgum sérgreinum og fagstéttum. Þjónustan er í stöðugri þróun þar sem mikil áhersla er lögð á þjónustumiðaða nálgun og tæknivæðingu eininga innan Brjóstamiðstöðvar. Á einingunni er sterk áhersla lögð á teymisvinnu, við leggjum mikla áherslu á uppbyggingu mannauðs með það í huga að byggja upp skemmtilegan vinnustað. Við leggjum ríka áherslu á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart skjólstæðingum og samstarfsfólki.
Vinnustaðurinn og staðsetningin er heldur ekki af verri endanum. Brjóstamiðstöð er staðsett á 3. og 4. hæð að Eiríksgötu 5 í hjarta Reykjavíkur þar sem útsýnið fangar mann á hverjum einasta degi.
Vertu velkomin/n til starfa með öflugu teymi Brjóstamiðstöðvar sem á landsvísu hefur áhrif á alla einstaklinga sem greinast með brjóstmein í frábæru teymi á vinnustað í hjarta Reykjavíkur með útsýni yfir haf og fjöll.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.























































