Virkniþjálfi óskast - Félagsmiðstöðin Hvassal

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Hvassaleiti 56, 103 Reykjavík


Félagsmiðstöðin í Hvassaleiti 56-58
Hefur þú áhuga á að taka þátt í að þróa öflugt félagsstarf í Háaleitis- og Bústaðarhverfi?

Virkniþjálfi í félagsstarfi fullorðinna óskast í 100% stöðu. Virkniþjálfi veitir stuðning við sjálfsprottið félagsstarf og styður einstaklinga til heilsueflingar, þátttöku og virkni.

Helstu verkefni og ábyrgð 
Skipulagning, undirbúningur og framkvæmd félagsstarfs í samráði við þátttakendur, notendaráð og samstarfsfólk.
Stuðningur við einstaklinga og hópa til heilsueflingar og þátttöku í félagsstarfi.
Vinna að jákvæðri og hlýrri menningu.
Sér um auglýsingar, samfélagsmiðla og samstarf innan borgarinnar til eflingar félagsauðs.

Hæfniskröfur 
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Þekking og reynsla af félagsstarfi og þjónustu við fólk æskileg.
Reynsla af verkefnastjórnun æskileg.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar

Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélagi.

Starfshlutfall 
100%

Ráðningarform 
Ótímabundin ráðning

Númer auglýsingar  
7655

Nafn sviðs 
Velferðarsvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir 
Bryndís Hreiðarsdóttir

Umsóknarfrestur:

20.08.2019

Auglýsing stofnuð:

08.08.2019

Staðsetning:

Hvassaleiti 56, 103 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Þjónustustörf Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi