Stuðningsfulltrúi - Íbúðakjarninn Bleikargróf

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Bleikargróf 4, 108 Reykjavík


Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í skemmtilegan starfshóp Íbúðakjarnans að Bleikargróf 4. Í Bleikargróf búa fimm fatlaðir einstaklingar sem þurfa umönnun og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð og sjálfstæði hvers íbúa. Starfið er fjölbreytt og líflegt. Um er að ræða 100% starf, ein helgi í mánuði og svo ýmist dag- eða kvöldvaktir. Staðan er tímabundin til fimm mánaða en möguleiki er á framlengingu.

Helstu verkefni og ábyrgð
Hvetja og styðja íbúa til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.
Aðstoða íbúa við athafnir daglegs lífs.
Sinna umönnun og vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan íbúa.

Hæfniskröfur
Góð almenn menntun.
Íslenskukunnátta nauðsynleg.
Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg.
Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Jákvætt viðhorf og sveigjanleiki í vinnu.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar

Númer auglýsingar
6408

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna María Steindórsdóttir í síma 553-0080 / 660-6525 og tölvupósti anna.maria.steindorsdottir@reykjavik.is

Umsóknarfrestur:

17.01.2019

Auglýsing stofnuð:

09.01.2019

Staðsetning:

Bleikargróf 4, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Þjónustustörf Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi