Sálfræðingur - Barnavernd Reykjavíkur

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Borgartún 12-14, 105 Reykjavík


Barnavernd Reykjavíkur óskar eftir sálfræðingi til starfa. Um er að ræða fullt starf tímabundið til eins árs og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

Barnavernd Reykjavíkur ber ábyrgð á meðferð einstakra mála sem unnin eru á grundvelli barnaverndarlaga. Starfsmenn skrifstofunnar annast m.a. móttöku og mat tilkynninga um óviðunandi aðbúnað barna/unglinga, könnun á aðbúnaði þeirra, gerð og eftirfylgd meðferðaráætlana, meðferð, stuðning og eftirlit í alvarlegum barnaverndarmálum. Þá sjá starfsmenn um málefni fósturbarna auk vistana barna á meðferðar/einkaheimilum og gerð umsagna í ættleiðingarmálum auk úttekta á fósturheimilum og stuðningsfjölskyldum. Barnavernd Reykjavíkur er einnig samstarfsaðili í verkefninu Saman gegn ofbeldi og sálfræðingur barnaverndar gegnir þar stóru hlutverki.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Sálfræðileg þjónusta við börn í kjölfar heimilisofbeldis
 • Greining og meðferð barna og vinna með fjölskyldum þeirra
 • Uppeldisráðgjöf og stuðningur til foreldra
 • Handleiðsla til fósturforeldra
 • Ráðgjöf til starfsmanna vegna vinnslu mála
 • Mat og athuganir á börnum og foreldrum / forsjáraðilum þeirra
 • Þátttaka í teymisvinnu og þverfagleg samvinna við aðrar stofnanir og sérfræðinga
 • Fræðsla og leiðbeiningar til samstarfsaðila

Hæfniskröfur

 • Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi
 • Reynsla af meðferðarvinnu
 • Þekking og færni í hugrænni atferlismeðferð er æskileg
 • Reynsla af barnaverndarstarfi er æskileg
 • Góð samstarfshæfni, hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf til skjólstæðinga
 • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Sálfræðingafélag Íslands.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hákon Sigursteinsson í síma 411 9210 / 644 7752 eða með því að senda fyrirspurn á hakon.sigursteinsson@reykjavik.is

Umsóknarfrestur:

17.02.2019

Auglýsing stofnuð:

01.02.2019

Staðsetning:

Borgartún 12-14, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi