Hegðunarráðgjafi – Miðgarður

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík


Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness auglýsir lausa til umsóknar stöðu hegðunarráðgjafa fyrir leikskóla Grafarvogs og Kjalarness. 

Um er að ræða tækifæri til að taka þátt í þróun og þverfaglegu samstarfi í hverfi og á milli hverfa. Vinnu með metnaðarfullum hópi fagmanna eins og sálfræðinga, talmeinafræðinga, kennsluráðgjafa, sérkennsluráðgjafa og félagsráðgjafa. Miðgarður býður upp á gott vinnuumhverfi, handleiðslu og sveigjanlegan vinnutíma.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sérhæfð og einstaklingsmiðuð ráðgjöf vegna barna í leikskólum Grafarvogs og Kjalarness sem þurfa stuðningi að halda til að geta notið sín og tekið virkan þátt í daglegu skólastarfi.

Hegðunarráðgjafi aðstoðar starfsfólk við gerð einstaklingsnámsskráa og veitir starfsfólki og foreldrum ráðgjöf varðandi hegðun og aðlögun barna.

Hegðunarráðgjafi vinnur í teymi með öðrum fagaðilum og veitir fræðslu um hegðunarvanda.

Hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s á sviði leikskólakennslu, sálfræði eða uppeldis- og menntunarfræða.

Þekking og reynsla af leikskólastarfi.

Þekking og reynsla á sviði árangursríkra uppeldis- og hegðunarmótandi aðferða.

Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

Góð hæfni í mannlegum samskiptum.

Hæfni í teymisvinnu og til að miðla þekkingu.

Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall 100%
Ráðningarform Ótímabundin ráðning

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Ásgeirsdóttir deildarstjóri í síma 411 1400 og tölvupósti gudrun.asgeirsdottir1@reykjavik.is

 

Umsóknarfrestur:

12.08.2019

Auglýsing stofnuð:

09.07.2019

Staðsetning:

Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi