Ert þú teymisstjórinn sem við leitum að?

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Borgartún 12-14, 105 Reykjavík


Viltu taka þátt í að móta nýja þjónustu?

Samstarfsnet um þjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra leitar að kraftmiklum teymisstjórum til starfa í þverfaglegt teymi. Um er að ræða nýja stefnumótandi þjónustu fyrir börn með geð- og þroskaraskanir. Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Þjónusta SKAHM er fjórþætt: Stefnumótunarvinna og þróun sérþekkingar fyrir börn með fjölþættan vanda, uppeldisráðgjöf og þjónusta á heimili barnanna sem og hópastarf og smiðjur með það að markmiði að styrkja börnin til bættrar félagsfærni og aukinnar virkni í nærumhverfi sínu. Einnig verður boðið upp á skammtímadvöl sem sniðin verður að þörfum barnanna og fjölskyldna þeirra.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð 

 • Teymisstjóri stýrir daglegum störfum annarra starfsmanna í samráði við forstöðumann.
 • Veitir leiðsögn um framkvæmd þjónustu og tekur virkan þátt í stefnumótun um þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda.
 • Byggir upp þekkingu og reynslu sem nýtist í daglegu starfi og tekur þátt í að þróa sérþekkingu og stuðla að nýbreytni í þjónustunni.
 • Samstarf við þjónustumiðstöðvar, barnavernd  og aðra þjónustuaðila sem koma að málefnum barna með fjölþættan vanda.
 • Stýrir starfi til að valdefla foreldra í uppeldishlutverkinu og styrkja hæfni þeirra foreldra sem þurfa stuðning og aðstoð.
 • Veitir heildrænan stuðning og þjónustu á grundvelli einstaklingsbundinnar þjónustuáætlunar.
 • Stýrir starfi til að mæta þörfum barns á heildstæðan og einstaklingsbundinn hátt til að auka félagsfærni, virkni og tilfinningaþroska og veita snemmtæka íhlutun.

Hæfniskröfur 

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking og reynsla af starfi með börnum með geðraskanir og margþættan vanda.
 • Reynsla af stjórnun er æskileg.
 • Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
 • Þekking á PEERS, PMTO foreldrafærni og bjargráðakerfinu BJÖRGU er kostur.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall 100%
Umsóknarfrestur 19.08.2019
Ráðningarform Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar 7623
Velferðarsvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Katrín Þórdís Jacobsen 
katrin.thordis.jacobsen@reykjavik.is
Sími 411-1111

Umsóknarfrestur:

19.08.2019

Auglýsing stofnuð:

30.07.2019

Staðsetning:

Borgartún 12-14, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Heilbrigðisþjónusta Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi