Deildarstóri heimaþjónustu í efri byggð

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Hraunbær 119, 110 Reykjavík


Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts leitar að kraftmiklum stjórnanda til að leiða og efla samþætta heimaþjónustu í Breiðholti, Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og á Kjalarnesi. Þjónustan er veitt á daginn, á kvöldin og um helgar og samanstendur af félagslegri heimaþjónustu, heimahjúkrun og endurhæfingu í heimahúsi.


Helstu verkefni og ábyrgð 
Stjórnun og ábyrgð á rekstri samþættrar heimaþjónustu í efri byggð.
Leiða áframhaldandi þróun þjónustunnar í samstarfi við aðra sem koma að rekstri heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg.
Ábyrgð á starfsmannamálum og framkvæmd starfsmannastefnu.


Hæfniskröfur 
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði stjórnunar æskileg.
Haldgóð þekking og reynsla af stjórnun og rekstri.
Þekking og reynsla af stjórnun á sviði öldrunarþjónustu s.s. hjúkrunarþjónustu er æskileg.
Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni.
Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.


Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags
Starfshlutfall 100%
Umsóknarfrestur 24.07.2019
Ráðningarform Ótímabundin ráðning

Auglýsing stofnuð:

16.07.2019

Staðsetning:

Hraunbær 119, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Heilbrigðisþjónusta Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi