

Reykjavik Escape auglýsir eftir vaktstjórum
Við í Reykjavik Escape leitum að Vaktstjórum í fullt starf!
Áframhaldandi þróun Reykjavik Escape er í fullum gangi og nú leitum við að krafmiklum og drífandi Vaktstjórum til starfa. Gert er ráð fyrir því að viðkomandi skipuleggi vinnu starfsmanna á staðnum og sé með góða yfirsýn hverju sinni. Vaktstjóri tekur fullan þátt í öllum verkefnum og upplifunum gesta svo sem móttöku, afgreiðslu, öryggi gesta og starfsmanna og bara allt er viðkemur starfseminni. Öflun nýrra viðskipta, samskipti og samstarf við ferðaþjónustuaðila og svo framvegis. Full vinna og góð laun í boði fyrir rétta aðila. Þetta er frábært tækifæri til að ganga til liðs við spennandi og skemmtilegt fyrirtæki.
Einnig vantar starfsfólk í aukavinnu sem gæti hentað vel fyrir einhvern í skóla.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sendið ferilskrá og kynningarbréf á info@reykjavikescape.is











