Skipstjóra og leiðsögumann vantar á særútu!

Reykjavík Duck Tours Öskjuhlíð, 105 Reykjavík


Quack, quack!

Reykjavík Duck Tours leitar að hressu og áreiðanlegu fólki til starfa sem brennur fyrir því að sýna gestum okkar fögru borg bæði af landi og sjó. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.

Háseti/Leiðsögumaður:

 • Hæfileikar og metnaður til að skemmta ferðamönnum með skemmtilegum sögum um Reykjavík, Ísland og Íslendinga
 • Mikill metnaður til að veita frábæra upplifun og úrvals þjónustu
 • Tilbúinn að taka að sér margvísleg verkefni og söluhæfileikar
 • Mjög góð enskukunnátta er skilyrði, kunnátta í fleiri tungumálum er kostur
 • Menntun eða reynsla sem leikari eða leiðsögumaður er kostur
 • Æskilegt að hafa lokið við Grunnnámskeið STCW og Hóp- og neyðarstjórnun (Slysavarnaskóli sjómanna)

Skipstjóri/Bílstjóri:

 • Metnaður til að veita farþegum frábæra upplifun í hverri ferð
 • Áhugi á sérstökum farartækjum og vilji til að hugsa um "öndina" okkar eins og barnið sitt
 • Handhafi skipstjórnarskírteinis, 65 BT atvinnuréttindi eða 24 metra atvinnuréttindi
 • Grunnnámskeið STCW (Slysavarnaskóli sjómanna)
 • Hóp- og neyðarstjórnun (Slysavarnaskóli sjómanna) 
 • Aukin ökuréttindi D
 • Reynsla af akstri og siglingum

Nánari upplýsingar veittar í gegnum fyrirspurnir á Facebooksíðu fyrirtækisins https://www.facebook.com/ducktours.is/

Umsóknarfrestur er til og með 7. desember 2018.

www.ducktours.is

Auglýsing stofnuð:

01.12.2018

Staðsetning:

Öskjuhlíð, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Iðnaðarstörf Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi