Húsasmiðjan
Húsasmiðjan er meðal stærstu verslunarfyrirtækja landsins og hluti af Bygma Gruppen A/S. Bygma rekur fjölmargar byggingavöruverslanir í Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum og á Grænlandi. Ásamt því rekur fyrirtækið nokkur heildsölufyrirtæki á byggingavörumarkaði í Danmörku.
Húsasmiðjuverslanir eru 16 talsins og eru Blómavalsútibú í sjö þeirra. Jafnframt er rafiðnaðarverslunin Ískraft með fjögur útibú.
Hjá Húsasmiðjunni starfa um 500 starfsmenn vítt og breytt um landið sem hafa margskonar bakgrunn eins og pípari, blómaskreytir, bókari, smiður, viðskiptafræði, grafískur hönnuður, múrari og fleira og fleira.
Húsasmiðjan býður upp á lifandi starfsumhverfi og frábæran starfsanda. Við leggjum mikla áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.
Reykjanesbær: Leitum að aðila með reynslu af byggingavörum
Við leitum að kröftugum sölumanni með reynslu eða þekkingu á byggingavörum í timbursölu Húsasmiðjunnar í Reykjanesbæ. Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf í lifandi umhverfi. Við leitum að öflugum einstaklingi sem býr yfir mikilli þjónustulund, sýnir frumkvæði í starfi, er lausnamiðaður og býr yfir góðum samskiptahæfileikum.
Helstu verkefni í timburafgreiðslu eru sala og þjónusta við viðskiptavini, tilboðsgerð og eftirfylgni tilboða ásamt tiltekt og afgreiðslu pantana til viðskiptavina og önnur almenn lagerstörf í timbursölu.
Við leggjum ríka áhersla á jákvætt hugarfar og að vinna saman að því alla daga að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Reynsla af bygginavörum og/eða meðhöndlun á þungavöru er mikill kostur
-
Reynsla af tilboðsgerð er mikill kostur
-
Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
-
Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
-
Góð tölvukunnátta
-
Gott vald á íslensku
-
Sterk öryggisvitund
-
Lyftarapróf, J réttindi er kostur
Fríðindi í starfi
- Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
- Aðgangur að orlofshúsum.
- Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur.
- Afsláttarkjör í verslunum okkar.
Auglýsing birt1. október 2024
Umsóknarfrestur13. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Fitjar 1, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaJákvæðniMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSölumennskaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Öryggisverðir í vaktavinnu á Suðurnesjum
Öryggismiðstöðin
Gestgjafar Sky Lagoon / Hosts at Sky Lagoon
Sky Lagoon
Söluráðgjafi öryggislausna
Öryggismiðstöðin
Þjónusta í apóteki - Austurver
Apótekarinn
SÖLURÁÐGJAFAR
Arcarius ehf.
Hlutastarf sem barþjón hjá Skuggabar
Skuggabaldur ehf.
Fullt starf í verslun
Zara Smáralind
Starfsmaður í verslun - Selfossi
Lífland ehf.
Starfsmaður á kassa í Húsasmiðjunni í Hafnarfirði
Húsasmiðjan
Akureyri - Starfsfólk í Verslun - Hlutastarf
JYSK
Næturstarfsmenn/night shifts
Bæjarins beztu pylsur
Sölufulltrúi í verslun - Epli Laugavegi (Fullt starf)
Skakkiturn ehf