Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa

Rekstrarvörur ehf Réttarháls 2, 110 Reykjavík


Rekstrarvörur óska eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa. Í boði er starf hjá rótgrónu og traustu fyrirtæki.

Starfið felur í sér heimsóknir og sölu á hjúkrunarvörum og skurðstofuvörum ásamt vinnu við útboð hjúkrunar-og skurðstofuvara og fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks á vörum RV. Starfinu geta fylgt ferðalög innanlands.

Leitað er að hjúkrunarfræðingi með þekkingu á skurðstofuvörum og/eða góða reynslu í heilbrigðisgeiranum.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leitað er eftir Hjúkrunarfræðingi
  • Viðkomandi þarf að hafa áhuga á mannlegum samskiptum
  • Geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð
  • Vera jákvæð/ur og með ríka þjónustulund.
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.

Vinnutími er sveigjanlegur eftir samkomulagi um er að ræða 50% starf.

Leitað er að áhugasömum, ábyrgum og þjónustulunduðum aðila sem getur hafið störf fljótlega.

 

Auglýsing stofnuð:

30.04.2019

Staðsetning:

Réttarháls 2, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi