Ungmennafélagið Stjarnan
Ungmennafélagið Stjarnan

Rekstrarstjóri fimleikadeildar Stjörnunnar

Fimleikadeild Stjörnunnar leitar að rekstrarstjóra. Starf rekstrarstjóra er fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi áskorun fyrir réttan einstakling sem vill taka þátt í uppbyggingu einnar stærstu fimleikadeildar landsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

-          Ábyrgð á daglegum rekstri og skipulagi fimleikadeildar

-          Ábyrgð á skipulagi og fjármögnun deildarinnar í samvinnu við stjórn, framkvæmda- og

fjármálastjóra félagsins

-          Mannauðsstjórnun, s.s. ráðning þjálfara og skipulag hópa

-          Umsjón með áætlanagerð í samstarfi við fjármálastjóra Umf Stjörnunnar

-          Mótun og innleiðing stefnu stjórnar fimleikadeildar í samvinnu við þjálfara deildarinnar

-          Samskipti við aðildarfélög, fimleikahreyfinguna, þjálfara og foreldra

-          Skipulag og umsjón með viðburða- og markaðsmálum deildarinnar

-          Annað sem til getur fallið

Menntunar- og hæfniskröfur

-          Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. á sviði rekstrar eða mannauðs

-          Reynsla af rekstri kostur

-          Reynsla, þekking og áhugi á starfi fimleikadeilda æskileg

-          Framúrskarandi samskiptahæfileikar

-          Jákvætt lífsviðhorf, frumkvæði og leiðtogahæfileikar

-          Skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun og nálgun

Auglýsing stofnuð12. febrúar 2024
Umsóknarfrestur26. febrúar 2024
Starfstegund
Staðsetning
Ásgarður, 210 Garðabær
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar