Sólskins
Sólskins
Sólskins

Rekstrarstjóri

Sólskins er nýtt og ört vaxandi fyrirtæki sem rekur beint frá býli verslun og tvær garðyrkjustöðvar í góða veðrinu á Flúðum. Starfsumhverfið er lifandi og fjölþjóðlegt og við ræktum allskonar grænmeti í ylrækt allt árið um kring og í útiræktun yfir sumarmánuðina. Þar að auki eru mörg spennandi verkefni í pípunum!

Rekstrarstjóri þarf ekkert endilega að hafa græna fingur en mun starfa náið með framkvæmdastjóra og öðrum starfsmönnum í fjölbreyttum verkefnum, halda utan um daglegan rekstur og hafa yfirumsjón með sölu og dreifingu afurða.

Garðyrkjustöðvarnar okkar eru báðar rótgrónar og í fullum rekstri. Þær eru staðsettar á Melum og Hverabakka við Flúðir. Litla bændabúðin er einnig staðsett í húsnæði garðyrkjustöðvarinnar á Melum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Rekstrargreiningar, áætlanagerð og ýmsir útreikningar

  • Stefnumótun og eftirfylgni sölu- og markaðsmála

  • Þátttaka í uppbyggingu og þróun nýs og vaxandi fyrirtækis í innlendri matvælaframleiðslu

  • Utanumhald nýsköpunarverkefna og umhverfisstefnu

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sterk samskiptahæfni

  • Gott vald á íslensku og ensku, önnur tungumálakunnátta kostur

  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi

  • Reynsla af Business central eða Navision kostur

  • Reynsla af sölu- og markaðsmálum

  • Reynsla af stjórnun og að vinna í teymi

 

Auglýsing stofnuð26. febrúar 2024
Umsóknarfrestur20. mars 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Hverabakki 1 207688, 845 Flúðir
Melar 166840, 845 Flúðir
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar