Sérfræðingur í vélasölum

Reiknistofa bankanna Katrínartún 2, 105 Reykjavík


Við leitum að öflugum einstaklingi til að koma að rekstri vélasala og uppbyggingu á nýjum vélasal RB.

Um er að ræða krefjandi og áhugavert starf í skemmtilegu starfsumhverfi.

HELSTU VERKEFNI:

 • Rekstur, viðhaldi og frekari uppbyggingu á núverandi vélasölum RB
 • Rekstur og innleiðingu á öryggislausnum tengdum vélasölum RB
 • Tekur þátt í innleiðingu á nýjum vélasal RB

HÆFNISKRÖFUR:

 • Menntun á sviði raf- eða rafeindavirkjunar æskileg
 • Reynsla af vinnu við tölvulagnir (CAT og Fiber)
 • Þekking á virkni vélasala
 • Þekking á aðgangs- og öryggiskerfum
 • Grunnþekking á stýrikerfum (Windows, Linux)
 • Grunnþekking á netbúnaði æskileg
 • Þekking á teikningagerð æskileg (Autocad eða Visio)
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
 • Geta og vilji til að vinna vel í hópi en einnig geta til að vinna sjálfstætt
 • Drifkraftur og metnaður til að takast á við stór og skemmtileg verkefni

RB er traust og framsækið þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni enda höfum við þróað og innleitt fjölmargar lausnir fyrir fjármálamarkaðinn. Í dag vinnur fjölbreyttur og samhentur hópur hjá okkur að stórum verkefnum í upplýsingatækni ásamt því að tryggja að rekstur grunnkerfa fjármálafyrirtækja á Íslandi sé öruggur og tryggur.

Nánari upplýsingar veitir Daníel Örn Árnason, forstöðumaður Grunnrekstrar,daniel.arnason@rb.is, sími 569 8877.

Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí. 

Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

 

Umsóknarfrestur:

21.07.2019

Auglýsing stofnuð:

11.07.2019

Staðsetning:

Katrínartún 2, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi