Austurbrú ses.
Austurbrú ses.
Austurbrú ses.

Rannsóknastyrkur á sviði menningar og byggðaþróunar

Verkefnið Miðstöð menningarfræða á Seyðisfirði (MMF) snýr að eflingu menningar og menningartengds atvinnulífs á Seyðisfirði.
MMF býður verkefnastyrk til rannsóknarvinnu, 1.500.000kr. með ferðastyrk, til meistaranema sem einnig gæti nýtt verkefnið sem lokaverkefni en það getur líka verið sjálfstætt rannsóknar- og þróunarverkefni.

Kallað er eftir umsóknum um verkefni sem rúmast innan áherslna verkefnisins. Í því felst að skoða menningu eða menningartengt atvinnulíf á Seyðisfirði en getur um leið náð til fjórðungsins eða stærra svæðis til samanburðar ef forsendur eru þannig.

Dæmi um viðfangsefni sem falla innan áherslna:

 • Hagræn áhrif menningar í ýmsum skilningi.
 • Úttekt á menningarlegum áhrifum á félagsleg og hagræn fyrirbæri.
 • Áhrif og/eða staða menningarstofnana.
 • Þróunarverkefni ýmiskonar.

Verkefnið þarf að hefjast á árinu 2024 og ljúka á fyrri hluta ársins 2025.

Áhugasamir sækja um verkefnastyrkinn með því að senda inn umsókn fyrir 30. júní. Með umsókn skal fylgja ferilskrá, námsferilsyfirlit og hugmynd umsækjanda að verkefni.

Umsóknir má senda gegnum Alfreð eða beint á Tinnu Halldórsdóttur yfirverkefnastjóra (tinna@austurbru.is):

Fylgigögn með umsókn:

 • Ferilskrá
 • Verkefnahugmynd með drögum að rannsóknaráætlun
 • Námsferlisyfirlit

Styrkurinn er greiddur sem verktakalaun og gerður verður samningur um vinnutilhögun sem byggir á rannsóknaráætlun.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Gerð rannsóknaráætlunar.
 • Framkvæmd rannsóknar.
 • Úrvinnsla rannsóknar.
 • Framsetning og kynning á niðurstöðum verkefnisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Menntun sem tengist viðfangsefninu.
 • Þekking á aðferðafræði rannsókna.
 • Hæfni til að setja fram texta og efni.
 • Sjálfstæði og frumkvæði.
 • Samskiptahæfni.
 • Reynsla af störfum á sviði menningar er kostur.
 • Reynsla af rannsóknarvinnu er kostur.
Fríðindi í starfi

Sveigjanlegur vinnutími.

Auglýsing stofnuð10. maí 2024
Umsóknarfrestur21. júní 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FræðigreinarPathCreated with Sketch.RannsóknirPathCreated with Sketch.SkýrslurPathCreated with Sketch.Vinnsla rannsóknargagna
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar